Sýnir færslur með efnisorðinu barnaherbergi. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu barnaherbergi. Sýna allar færslur

þriðjudagur, 1. október 2013

Smá breytingar í barnaherbergjum...

.... það bætst inn svona hitt og þetta í herbergin eftir því sem mánuðirnir líða. Eins og í herberginu hans Frosta, þar voru veggirnir dálítið berrassaðir í byrjun.


Séð inní herbergið frá gangi




Til að sjá heildarfærsluna um herbergið ýtið  hér.

Mér fannst alltaf vanta eitthvað á veggina. Núna er ég búin að tína ýmislegt til og þetta er afraksturinn.


Myndin með konu og barni fékk ég í Góða Hirðinum... ó hvað ég elska Góða Hirðinn, og mér fannst hún svo falleg að ég stóðst ekki mátið. Vissi þó ekkert hvað ég ætlaði að gera við hana en eftir smá tíma fékk hún loksins samastað. Held að hún sé bara mjög sátt þarna. 

Ég var að hugsa um að skipta um ramma en ég veit ekki. Sveppakrítartaflan fékkst í Tiger, Gosi er gamalt dót frá mér og rammann málaði Frosti sjálfur. Ég setti inn í hann mynd úr fyrsta ferðalaginu sem hann fór í.


Fánalengjuna föndraði ég fyrir 2 ára afmælið hans, sjá hér
.

Á þennan vegg er smá grúbba, stolið frá Dossu, í Skreytum hús... yndislegt blogg btw.

Hér er svartur rammi/hilla sem ég fékk í Góða Hirðinum, já hann kemur sér oft vel, inn í setti ég trélest sem mér finnst svo krúttleg, myndina fékk hann í jólagjöf frá einni frænkunni, stafinn hans fékk ég frá Walmart og svo er fyrsti verðlaunapeningaskjöldurinn kominn uppá vegg ásamt fyrsta verðlaunapeningnum. Hann nefnilega keppti í fyrsta sinn á frjálsíþróttamóti í ár, 2 ára gamall.


Síðan var komið að Nóa litla, en hann er nú orðinn 10 mánaða gamall þessi elska


Mér fannst kominn tími til að af-babyja herbergið aðeins fyrst menn eru orðnir svona fullorðnir ;)
Svona leit herbergið út:





Sjá gömlu færsluna nánar hér. Svo breytti ég aðeins, í fyrsta lagi vildi ég færa rúmið frá útvegg, fannst stundum eitthvað svo kuldalegt við vegginn en þó var alltaf góður hiti inní herberginu. Síðan var að breyta kommóðunni því nú erum við hætt að nota hana sem skiptiaðstöðu því það er bara ekki séns að halda honum á "mottunni".


Opnaði gluggann meira með því að láta gardínuvængina hanga beint niður en ekki hengja þá upp. Bætti svo við lítilli mottu úr elsku elsku IKEA.


Kommóðan góða hætti að vera skiptiaðstaða og er komin út í horn. Keypti ódýran lampa í IKEA, svona þangað til ég finn þennan sem ég VERÐ að kaupa.


Svo er komin leikfangahilla sem ég fékk á 600 kr í Góða Hirðinum. Já IKEA og GH eru bestu vinir mínir.


Rúmið er komið þar sem skiptiborðið var og uglan gætir hans á nóttunni :) Síðan sjáið þið þarna við endann á rúminu gamlan körfustól sem ég átti þegar ég var lítil. Mig langar að sauma nýtt áklæði á púðann en annars bara hafa hann svona plein. Mér finnst hann svoooo fallegur.


Stóllinn góði fór í hornið og þarna lesum við á kvöldin, mig langar að setja litla bókahillu þarna svo bækurnar verði við hendina á kvöldin áður en farið er að sofa. Þarf að skoða það aðeins betur og útfæra.

Jæja hvernig líst ykkur á?
Endilega kvittið fyrir komu, svo gaman að sjá að maður er ekki bara að tala við sjálfan sig ;)

knús

Birna






Best Blogger Tips

þriðjudagur, 23. október 2012

Barnaherbergi nr. 3...

.... er í fullri vinnslu. Ég var búin að mála herbergið í þessum ljósfjólubláa lit eins og var í hinum barnaherbergjunum sem eins og ég hef sagt áður kom allt öðruvísi út heldur en ég vildi. Þannig að ég var að hugsa hvað ég gæti gert til að laga það aðeins og verða sáttari við herbergið.

Byrjum á að kíkja á upprunalega herbergið þegar við keyptum:


Þannig að fyrsta verkið var að mála það í öðrum lit.


Síðan málaði ég þessa veggmynd fyrir Frosta sem átti að fá þetta herbergi þegar við fluttum inn.


Síðan var Frosti færður í annað herbergi þar sem nýr einstaklingur er að koma í heiminn
í næsta mánuði og fær hann/hún þetta herbergi. 

Ég vildi gera einhverjar breytingar á því og byrjaði á því að mála rendur á 2 veggi til að létta aðeins á herberginu. Setti síðan upp ný myrkratjöld og ljósar gardínur.


Rúmið er úr IKEA og himnasængina keypti ég af Bland.is


Þarna er stóllinn kominn sem ég saumaði utan um, sjá nánar hér


Lambaspiladósina fékk ég hjá LV sölusíðan en þar er frir sendingarkostnaður þegar þú verslar.


Lampinn sem ég var með í sjónvarpsherberginu fékk nýtt heimili en ég vildi fá einhverja milda lýsingu þarna inn þar sem ég kem til með að gefa brjóst þarna á nóttunni. Lampafótinn fékk ég í Góða Hirðinum og skerminn keypti ég síðan í IKEA. Skemillinn er einnig úr IKEA.


Jæja hvernig lýst ykkur á so far?

Knús
Birna



Best Blogger Tips

miðvikudagur, 26. september 2012

Barnaherbergi nr 2....

....... in the making. Ég ætla nú að byrja á því að afsaka bloggleysið en ég er búin að liggja í flensu síðan á laugardag en ég er samt ekki búin að sitja aðgerðalaus :) Herbergiseigandinn er Frosti Þór.

Frosti fær gamla herbergið hans Ólivers stóra bró. Frosti er algjör bíla og sveitakall þannig að það var auðvelt að hugsa hvaða þema ætti að vera í nýja herberginu hans.

Þá er komið að því að rifja upp hvernig herbergið leit út upphaflega:

Að þessu sinni var það appelsínugulur en eins og ég hef sagt áður þá var mikil litagleði í þessu húsi þegar við keyptum. Ég málaði það í frost-litnum frá Flugger:

Jiii hvað Frosti er lítill þarna :)

Svona leit herbergið út um jólin í fyrra

Það var aldrei fullklárað fyrir Óliver greyið. Fyrst var lítill tími og svo var bara þannig komið að ákveðið var að færa drengina um herbergi, þannig að það tók því ekki að gera mikið.

Herbergið er ekki alveg fullklárað, á eftir að finna eitthvað meira á veggina en byrjunin lofar góðu, 
allavega er drengurinn hæstánægður:

Gangið í bæinn....

Ég keypti límmiða hjá Húsgagnaheimilinu og pældi lengi í því hvernig ég ætti að nota þá. Vildi allavega ekki bara setja þá hér og þar á vegginn. Vildi gera meira úr þessu þannig að ég ákvað að halda litnum á herberginu en notaði svo Havana lit frá Flugger sem ég átti til og málaði "moldarveg" á vegginn.

Síðan voru bílarnir látnir keyra um í moldinni um allt herbergið. 

Bílateppið passar vel inní bílaherbergið en Óliver átti það áður, það fékkst í IKEA að sjálfsögðu. Keypti síðan líka Expedit hillu í IKEA og Lekman kassa fyrir allt dótið hans. Ég alveg elska þessar hirslur, það kemst alveg ótrúlegt magn í þær. Stólinn fékk ég í Góða hirðinum á sínum tíma en hann er.... guess from where, IKEA !! big surprise !! Poang barnastóll. Mig langar að skipta um áklæði á honum eða jafnvel lita áklæðið, en það verður að bíða betri tíma.

 Mikið að gera hjá þessum vinnuvélaköllum

Bókahillur úr IKEA, veit ekki hvort þessar fáist ennþá en hér eru nokkrar tegundir.

Kommóðan er úr IKEA og heitir Malm. Mjög rúmgóð og þægilegar skúffur í henni. Á eftir að finna til lampa og setja upp ramma og fleira á vegginn. Þetta er allt í mótun.

Hér koma svo nokkrar myndir af límmiðunum en ég málaði svo smá auka "props" til að gera þetta skemmtilegra.

Það fylgdu nokkur skilti en ég málaði súlurnar til að gera þetta raunverulegra. Svo málaði ég smá drulluhauga sem keilurnar standa á.

 Þessi spólar bara í drullunni :)

 Þessi er að sturta niður moldarhaug.

 Mikið að gera hjá gröfuköllunum



 Svefnrýmið er inní þessu kósí skoti og það þykir mjög spennandi að lúlla þar.

Kvöldbænirnar fékk Frosti í skírnargjöf og fæst í Kirkjuhúsinu á Laugarveginum. Z-eturnar keypti ég í Söstrene Grene og þeir voru ómeðhöndlaðir. Þar fékk ég líka arkir af pappír sem ég klippti til og límdi á.

Stafirnir hans Frosta sem ég málaði fyrir skírnarveisluna hans.


Þannig að já þetta er allavega komið vel á veg, aðeins eftir að fínisera en ég er þokkalega sátt.

 Hvernig líst ykkur á so far ???


Ég kveð ykkur svo hérna með einni mynd af fallegu drengjunum mínum :)

Knús Birna


Best Blogger Tips

laugardagur, 22. september 2012

Barnaherbergi nr 1....

...... er komið langt á veg. Ég er búin að hlakka svo til að byrja á barnaherbergjunum en ég þarf að taka þrjú slík í gegn :) Bara gaman !!!


Fyrsta verkefnið var að flytja Óliver Loga sem er orðinn 5 ára gamall yfir í stóru stráka herbergi. Ég var áður með saumaaðstöðu inní þessu herbergi en það hentar vel fyrir Óliver þar sem það er innbyggt skrifborð og hann byrjar í skóla næsta haust. Til að rifja upp þá leit herbergið svona út þegar við keyptum í fyrra:


Dálítið erfitt að taka myndir þar sem herbergin eru flest undir súð en svona var liturinn á því fyrir. Ég málaði öll herbergin nema hjónaherbergið í sama lit seinasta vetur, liturinn átti að vera ljós blár en varð meira út í ljós fjólubláan. Fallegur litur en mér fannst hann samt aðeins of baby legur fyrir þetta stóru stráka herbergi. 

Séð inní herbergið frá ganginum

Stór og góður fataskápur fylgdi þessu herbergi sem og skrifborð

Búið að skipta um glugga og hann beið bara eftir pússun og málun.

IKEA rúmið beið þolinmótt eftir uppsetningu

 Fínasta skrifborð fyrir skólastrákinn


Óliver var með hugmynd af litum inní herbergið en það voru svartur og rauður. Þar sem það var ekki séns að ég myndi mála veggi í þeim lit (sem hann skildi náttúrulega ekki ;) þá gerðum við samkomulag að hafa það hvítt og skreyta herbergið með svörtu og rauðu. Ég átti eftir málningu í antik hvítu sem ég notaði í eldhúsi og stofu, ákvað að nýta það enda mjög hlýr og fallegur litur.

Hér koma eftir myndirnar:

Núna er herbergið svona séð frá ganginum. Nýtt og flott loftljós sem drengurinn fékk í afmælisgjöf frá ömmu og afa á Bíldudal en það fékkst í Tiger í sumar. Óliver er mjög hrifinn af heiminum og að læra um löndin. Rauða mottan er keypt á Bland.is en hún er úr IKEA, stór og fluffy.... mjög kósí horn þarna undir rúminu.

Skápurinn og skrifborðið í nýjum búning. Skápahurðarnar voru málaðar með krítarmálningu, þar verður hægt að reikna og æfa sig í að skrifa stafina. Síðan notaði ég afgangs krítarmálningu til að mála rammann sem landakortið er í en hann var furulitaður. Skrifborðsplatan fékk nýtt lúkk með sjálflímandi plastdúk/rúllu sem ég fékk í Bauhaus.

Glugginn tilbúinn, málaður og sparslaður. Landakortið fékk ég í MyConceptstore, hillurnar fékk ég í Góða Hirðinum og málaði þær rauðar með afgangsmálningu frá borðstofustólunum. Rúllugardínan er úr RL.

Rúmið samsett og nýi eigandinn mjög sáttur við það. Expedit hillan sem Óliver átti komst ekki fyrir þannig að til bráðabirgða fór önnur hilla inn til hans. Á eftir að skoða þetta aðeins betur, athuga hvernig lausn ég finn fyrir allt dótið hans og bækurnar.

Mjög sátt við skrifborðsaðstöðuna, á eftir að fá betri stól og bæta við "skrifstofudóti" en annars nokkuð gott

Strákalegt og töff. 

Hér koma svo fleiri myndir:

Ljósið á veggnum keypti ég í Góða Hirðinum en er upprunalega úr IKEA. Það var hinsvegar blátt á litinn og passaði því engan veginn við "þemalitina" ;) þannig að ég notaði líka svörtu krítarmálninguna og málaði það. Límmiðarnir eru sjálflýsandi og keyptir í  Húsgagnaheimilinu

Allt annað að sjá nýja glugga í húsinu með þessu gamla sniði.

Steinar sem ég málaði fyrir skírnina hjá Óliver, gerði líka svona fyrir Frosta og geri auðvitað fyrir bumbubúann þegar þar að kemur.

Betri mynd af skápahurðunum en ég keypti nýjar höldur á skápinn í IKEA og þær pössuðu akkurat í,  sem er náttúrulega algjör snilld þá þurfti ekkert að bora ný göt og sparsla yfir þau gömlu ;)

Haldiði að það verði ekki kósí hjá kalli að sofna undir stjörnubjörtum himni??


Jæja þetta er langur myndapóstur, en hvernig lýst ykkur á breytinguna ???

kveðja Birna



Best Blogger Tips