Sýnir færslur með efnisorðinu Föndur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Föndur. Sýna allar færslur

miðvikudagur, 11. desember 2013

Veikindi á veikindi ofan...

.... þannig er nú bara staðan á mínu góða heimili. Elsti búinn og tók það fljótt af, miðjan nýbúin en litla greyið mitt ætlar ekki að ná sér. Það er komið á aðra viku núna sem hann er með þessa blessuðu magapest.


En broskallinn hættir samt ekkert að brosa. 

Mamman er hinsvegar að verða buguð af þreytu og vöðvabólgu, gott svona korter í jól. Ég sem ætlaði að gera svo margt en það koma jú jól fyrir því. Ég vona bara svo innilega að hann fari að hressast litli kallinn minn. Það er ekkert verra en að horfa uppá þau þegar þeim líður illa.

Við náðum nú samt sem áður að mála piparkökurnar og piparkökuhúsin seinustu helgi.


Elsti minn búinn að missa sínar fyrstu tennur, seinni var að detta úr í fyrradag :)


Þeir verða ekki mikið krúttlegri en þessi :)


Hér er afraksturinn okkar, allir strákarnir fengu að skreyta sitt piparkökuhús


Svo flott jólabörn

Annars er minn tími aðallega búinn að fara í veikindastúss en ég náði þó að pakka inn gjöfunum í gær og skrifa á nokkur jólakort. Síðan klippti ég líka út þessi sætu snjókorn í gluggana hjá okkur. 
Sá þetta hjá henni Stínu Sæm og þetta kemur svo vel út.


Eigið góðan dag

Knús
Birna
Best Blogger Tips

fimmtudagur, 3. október 2013

Gestabókin - The Guestbook

.... var ekki hefðbundin frekar en allt annað í brúðkaupinu okkar Smileys to free download: Emotion: Joy

Í upphafi var hugmyndin þó önnur en það gekk ekki upp þannig að ég breytti snögglega yfir í þessa hugmynd sem ég fann.... já en ekki hvar á Pinterest. Sjá nánar hér.

********************

.... at our wedding was not traditional, but then again almost nothing was. Originally I had a totally different idea for our guestbook but that didnt work out so I decided on a fingerprint  guestbook after looking at this idea from Pinterest.


Ég þó að sjálfsögðu vildi útfæra þetta öðruvísi, svo ég væri ekki eins og allir hinir

*******

But I wanted to do it a little differently so I wouldnt be like everyone else ;)


Byrjaði á að kaupa þennan ramma í Söstrene Grene. Yndisleg búð og alltaf jafn gaman að labba í gegn og skoða.

******

I started out by buying this blank canvas at a Danish store here in Iceland called Söstrene Grene.


Síðan fann ég silhouette mynd á google sem mér líkaði við og hermdi eftir.

*****

Then I googled a silhouette image that I liked, the one I use can be seen  here. I printed it out but as you can see I changed it a little bit, made the dress longer and added a leg raise. They are also a bit further apart. You can totally play with the images. Then I cut the image out traced it, first with a pencil and then with a superfine black marker. After that I filled it with a bigger marker. 


Fann svo skemmtilegt letur í word og hermdi eftir textanum sem ég vildi hafa.

******

For the text I found a font that I liked in Word, typed in the text and just copied it freehand. First with a pencil and then with a marker.


Eftir á að hyggja hefði ég átt að sleppa þessum línum, en þetta átti að vera bönd í blöðrum og allir myndu setja fingrafarið fyrir ofan í svona kúlu. En það fór ekki alveg þannig haha...

*****

In hindsight a shouldnt have drawn those lines, was supposed to be like strings for the ballons and the fingerprints in a circle above the couple but it didnt come out that way.


En það verður bara að hafa það, maður getur víst ekki stjórnað ÖLLU. 
Þó maður reyni.

*****

But thats too late now, I guess I cant control EVERYTHING, even though I try hahha. 

Eigið góðan dag

*****

Have a good day

Knús - Hugs
Birna
Best Blogger Tips

fimmtudagur, 12. september 2013

varúð.....

... næstu daga og vikur á örugglega ekki eftir að vera þverfótað fyrir brúðkaups póstum hérna inni.
Vona bara að þið fíliða !!

Fyrsta sem mig langar að sýna ykkur og ég er mjög stolt af er brúðarvöndurinn sem ég föndraði.
Ég sýndi ykkur um daginn nokkur blóm sem ég var að búa til, sjá hér

Hér er hluti blómanna í vendina, ég bjó til einn fyrir mig og svo einn til að kasta


Úr þessu urðu til þessir tveir



Ég er svo ánægð með þá


Elsku pabbi minn að leiða mig inn gólfið


Svo var að kasta litla vendinum, hver grípur?


Yndisleg mynd, Pála frænka greip hann enda ÆTLAÐI hún líka að gera það :)


Hér erum við nýbökuðu hjónin


Verður svo ekki að koma einn koss í lokin? Jafnvel tveir :)



Knús
Birna


Best Blogger Tips

mánudagur, 26. ágúst 2013

Smá föndur....

... sem við Óliver gerðum eina kvöldstund. 
Ég sá þessa hugmynd á Pinterest og langaði svo að prufa. 
Þetta virkaði bara svo vel.


Notuðum stórar Hama perlur.


Spreyjuðum ofnfast mót með olíuspreyji og röðuðum perlunum í.


Síðan er þetta sett inní ofn við 180°C hita í ca 10 mín og síðan leyft að kólna.


Fínasti platti.

Svo gerðum við líka skál.



Svo fínt :)

Knús 
Birna
Best Blogger Tips

laugardagur, 24. ágúst 2013

Undirbúningur, undirbúningur, undirbúningur....

.... já það er víst ekkert annað sem kemst að þessa dagana og greyið heimilið fær að finna fyrir því. 
En ég tek bara til og þríf eftir 7. september ;) Má það ekki alveg ?

OK þetta er samt kannski ekki alveg svona, en svona hugsar maður að þetta sé. Þekkiði þetta?

Það sem ég er að "dunda" mér í að gera núna er að búa föndra blóm úr efni. Ég ætla sem sagt.... 


wait for it...


.... að búa til minn eigin brúðarvönd úr efni. Fannst tilhugsunun um að hann myndi alltaf líta eins út, s.s. ekki fölna eins og alvöru blóm, vera æðisleg :)

En tilgangur þessa pósts er að ég ætlaði að sýna ykkur nokkur blóm sem ég er búin að búa til. 
Ef áhugi er þá get ég líka gert svona tutorial, þið látið mig þá bara vita í commentum.





Þetta er bara smá brot af þeim blómum sem ég er búin að föndra. Svo geri ég líka barmblómin fyrir brúðgumann, strákana okkar og pabbana :)

Hlakka til að geta sýnt ykkur lokaútkomuna :) það verður ógrynni af póstum eftir 7. sept.....

ÉG LOFA !!

Knús Birna
Best Blogger Tips

föstudagur, 12. júlí 2013

Brúðkaupsundirbúningur

Ég vil nú byrja á því að afsaka bloggleysið en ég hef lítið verið að bralla og gera undanfarið. Nú fer mikið af mínum tíma í undirbúning fyrir brúðkaupið, bakstur fyrir aðra og auk þess náttúrulega að sinna 3 drengjum, 1 hvolp og heimili. Nóg að gera hjá ungfrúnni í Króknum ;)


Boðskortin í brúðkaupið eru allavega komin út. Þau útbjó ég sjálf (að sjálfsögðu) ég þarf alltaf að fara erfiðustu leiðina en það er bara gaman. Ég datt inn á lagersölu hjá Skrapp og gaman og fékk þar 100 kort og umslög saman í pakka á hlægilegu verði. Var ekkert að hata það :)


Síðan prentaði ég út fallega mynd af okkur sem ég útfærði í forritum á netinu, pizap og pixlr
Myndin kom svona út:


Síðan var bara að útbúa textann inn í kortið, prenta það út og líma. 

Voila:




Ég er bara svo sátt við þau og finnst þau mega krúttleg og heimilisleg (eins og ég).

Næsta skref er að fara að útbúa borðaskreytingarnar og svoleiðis dúllerí. Það verður að sjálfsögðu ekki sýnt fyrr en eftir brúðkaup. En þetta sleppur :)

Knús 

Birna

Best Blogger Tips

mánudagur, 2. janúar 2012

Gömul verkefni

Ég er búin að vera að föndrast síðan ég man eftir mér. Þegar ég var lítil teiknaði ég og skreytti myndir, gekk í hús og seldi þær á 10 kr, maður reddar sér. Ég hef áhuga á svo mörgu, eiginlega of mörgu stundum. Mig langar alltaf að prófa ef ég sé eitthvað nýtt hvort sem það er mála, prjóna, sauma eða hvað.

Hér koma nokkrar myndir af eldri verkefnum sem ég hef tekið mér fyrir hendur.

Málað á keramik

Málað á striga

Útsaumuð og máluð mynd

Saumaðar töskur

Kransagerð

Saumuð svunta og pottaleppar

Hálsmen með leðurblómum

Prinsessusett, saumaðir púðar úr gömlum bolum, myndir og litlar krakkamyndir

Önnur mynd af prinsessusettinu

Skart; hálsmen, armbönd og eyrnalokkar

Ungbarnasett

Fleiri töskur

Best Blogger Tips