þriðjudagur, 12. júní 2012

Borðstofusettið....

.... er loksins tilbúið, YAY !!! búið að taka tíma en það var alveg þess virði. Ætlaði síðan að taka þátt í pinterest áskorun hjá Dossu í Skreytum hús en ég var því miður ekki tilbúin með verkið áður en áskoruninni lauk. En ég set þetta samt sem áður hér inn hjá mér svo þið getið séð. Hérna kemur fyrirmyndin af pinterest sem ég er búin að dást mikið og lengi að:

love the red dining chairs

Fannst þetta combo eitthvað svo ÉG. Finnst svona hárauðir stólar bara alveg geggjaðir og ég bara varð að prófa. Ég er bara nokkuð sátt við útkomuna.


Svona til að rifja upp þá leit borðstofusettið mitt svona út.


Keypti það notað fyrir sirka 5 árum á 15 þúsund krónur og það hefur reynst mér vel. Á þessum tíma var ég mikið með húsgögn í þessum kirsuberja lit. Núna er ég hinsvegar komin með hvítu delluna á alvarlegu stigi og er að mála allt sem ég á hvítt. Það er svo gaman að breyta.


Ég er svo sátt, hvað finnst ykkur?

Best Blogger Tips

11 ummæli:

 1. Mjög flott :) Ætlaru að lakka tripp trappinn í stíl? ;)

  SvaraEyða
 2. ég veit það ekki alveg hvort ég máli hann rauðan eða kannski hvítan.... er svona að melta það með mér ennþá :O)

  SvaraEyða
 3. Mér finnst þetta alveg geggjað hjá þér! Finnst bæði stólarnir og borðið rosalega flott :)
  kv. Lilja Sean..

  SvaraEyða
 4. Stólarnir eru vel heppnaðir og skemmtilega öðruvísi svona hárauðir!

  SvaraEyða
 5. takk kærlega, gaman að sjá comment svo maður viti að maður sé ekki bara að tala við sjálfan sig :)

  SvaraEyða
 6. úúúúúúúúú BIG like á þetta! Ferlega flott og gaman að sjá fólk fá innblástur og gera svona stóra hluti, alveg frábært!

  Til lukku með "nýja" settið :)

  SvaraEyða
 7. Vá!!!! Þetta er algjörlega æðislegt! Er þetta sprautulakkað eða bara málað/lakkað með pensli? Til lukku með þetta :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. takk Kristín, þetta er bara málað með pensli. ég set kannski inn nánari útskýringar síðar. en í stuttu máli þá málaði ég borðfætur með hvítri lakkmálningu, venjuleg málning á stólana, áklæðið er efni úr Ikea, borðplatan er rúlluð með hálfþekjandi viðarvörn og síðan lökkuð með gólflakki.

   Eyða
 8. Þú ert svo mikill snillingur Birna ! Gæti ég mögulega keypt þig til mín til að taka í gegn hjá mér.... :-)

  SvaraEyða
 9. ekki málið Halldóra, anytime ;)

  SvaraEyða