Sýnir færslur með efnisorðinu Fjölskyldan. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Fjölskyldan. Sýna allar færslur

miðvikudagur, 11. desember 2013

Veikindi á veikindi ofan...

.... þannig er nú bara staðan á mínu góða heimili. Elsti búinn og tók það fljótt af, miðjan nýbúin en litla greyið mitt ætlar ekki að ná sér. Það er komið á aðra viku núna sem hann er með þessa blessuðu magapest.


En broskallinn hættir samt ekkert að brosa. 

Mamman er hinsvegar að verða buguð af þreytu og vöðvabólgu, gott svona korter í jól. Ég sem ætlaði að gera svo margt en það koma jú jól fyrir því. Ég vona bara svo innilega að hann fari að hressast litli kallinn minn. Það er ekkert verra en að horfa uppá þau þegar þeim líður illa.

Við náðum nú samt sem áður að mála piparkökurnar og piparkökuhúsin seinustu helgi.


Elsti minn búinn að missa sínar fyrstu tennur, seinni var að detta úr í fyrradag :)


Þeir verða ekki mikið krúttlegri en þessi :)


Hér er afraksturinn okkar, allir strákarnir fengu að skreyta sitt piparkökuhús


Svo flott jólabörn

Annars er minn tími aðallega búinn að fara í veikindastúss en ég náði þó að pakka inn gjöfunum í gær og skrifa á nokkur jólakort. Síðan klippti ég líka út þessi sætu snjókorn í gluggana hjá okkur. 
Sá þetta hjá henni Stínu Sæm og þetta kemur svo vel út.


Eigið góðan dag

Knús
Birna
Best Blogger Tips

þriðjudagur, 1. október 2013

Smá breytingar í barnaherbergjum...

.... það bætst inn svona hitt og þetta í herbergin eftir því sem mánuðirnir líða. Eins og í herberginu hans Frosta, þar voru veggirnir dálítið berrassaðir í byrjun.


Séð inní herbergið frá gangi




Til að sjá heildarfærsluna um herbergið ýtið  hér.

Mér fannst alltaf vanta eitthvað á veggina. Núna er ég búin að tína ýmislegt til og þetta er afraksturinn.


Myndin með konu og barni fékk ég í Góða Hirðinum... ó hvað ég elska Góða Hirðinn, og mér fannst hún svo falleg að ég stóðst ekki mátið. Vissi þó ekkert hvað ég ætlaði að gera við hana en eftir smá tíma fékk hún loksins samastað. Held að hún sé bara mjög sátt þarna. 

Ég var að hugsa um að skipta um ramma en ég veit ekki. Sveppakrítartaflan fékkst í Tiger, Gosi er gamalt dót frá mér og rammann málaði Frosti sjálfur. Ég setti inn í hann mynd úr fyrsta ferðalaginu sem hann fór í.


Fánalengjuna föndraði ég fyrir 2 ára afmælið hans, sjá hér
.

Á þennan vegg er smá grúbba, stolið frá Dossu, í Skreytum hús... yndislegt blogg btw.

Hér er svartur rammi/hilla sem ég fékk í Góða Hirðinum, já hann kemur sér oft vel, inn í setti ég trélest sem mér finnst svo krúttleg, myndina fékk hann í jólagjöf frá einni frænkunni, stafinn hans fékk ég frá Walmart og svo er fyrsti verðlaunapeningaskjöldurinn kominn uppá vegg ásamt fyrsta verðlaunapeningnum. Hann nefnilega keppti í fyrsta sinn á frjálsíþróttamóti í ár, 2 ára gamall.


Síðan var komið að Nóa litla, en hann er nú orðinn 10 mánaða gamall þessi elska


Mér fannst kominn tími til að af-babyja herbergið aðeins fyrst menn eru orðnir svona fullorðnir ;)
Svona leit herbergið út:





Sjá gömlu færsluna nánar hér. Svo breytti ég aðeins, í fyrsta lagi vildi ég færa rúmið frá útvegg, fannst stundum eitthvað svo kuldalegt við vegginn en þó var alltaf góður hiti inní herberginu. Síðan var að breyta kommóðunni því nú erum við hætt að nota hana sem skiptiaðstöðu því það er bara ekki séns að halda honum á "mottunni".


Opnaði gluggann meira með því að láta gardínuvængina hanga beint niður en ekki hengja þá upp. Bætti svo við lítilli mottu úr elsku elsku IKEA.


Kommóðan góða hætti að vera skiptiaðstaða og er komin út í horn. Keypti ódýran lampa í IKEA, svona þangað til ég finn þennan sem ég VERÐ að kaupa.


Svo er komin leikfangahilla sem ég fékk á 600 kr í Góða Hirðinum. Já IKEA og GH eru bestu vinir mínir.


Rúmið er komið þar sem skiptiborðið var og uglan gætir hans á nóttunni :) Síðan sjáið þið þarna við endann á rúminu gamlan körfustól sem ég átti þegar ég var lítil. Mig langar að sauma nýtt áklæði á púðann en annars bara hafa hann svona plein. Mér finnst hann svoooo fallegur.


Stóllinn góði fór í hornið og þarna lesum við á kvöldin, mig langar að setja litla bókahillu þarna svo bækurnar verði við hendina á kvöldin áður en farið er að sofa. Þarf að skoða það aðeins betur og útfæra.

Jæja hvernig líst ykkur á?
Endilega kvittið fyrir komu, svo gaman að sjá að maður er ekki bara að tala við sjálfan sig ;)

knús

Birna






Best Blogger Tips

laugardagur, 7. september 2013

Stóri dagurinn í dag - 7.9.13....

................. vá hvað ég er spennt :)






Spurning hvort ég taki þennan pól á þetta ;)


Jæja ég ætla að klára te-ið mitt og fara í sturtu og NJÓTA dagsins framundan.

Knús elskurnar <3
Best Blogger Tips

föstudagur, 12. júlí 2013

Brúðkaupsundirbúningur

Ég vil nú byrja á því að afsaka bloggleysið en ég hef lítið verið að bralla og gera undanfarið. Nú fer mikið af mínum tíma í undirbúning fyrir brúðkaupið, bakstur fyrir aðra og auk þess náttúrulega að sinna 3 drengjum, 1 hvolp og heimili. Nóg að gera hjá ungfrúnni í Króknum ;)


Boðskortin í brúðkaupið eru allavega komin út. Þau útbjó ég sjálf (að sjálfsögðu) ég þarf alltaf að fara erfiðustu leiðina en það er bara gaman. Ég datt inn á lagersölu hjá Skrapp og gaman og fékk þar 100 kort og umslög saman í pakka á hlægilegu verði. Var ekkert að hata það :)


Síðan prentaði ég út fallega mynd af okkur sem ég útfærði í forritum á netinu, pizap og pixlr
Myndin kom svona út:


Síðan var bara að útbúa textann inn í kortið, prenta það út og líma. 

Voila:




Ég er bara svo sátt við þau og finnst þau mega krúttleg og heimilisleg (eins og ég).

Næsta skref er að fara að útbúa borðaskreytingarnar og svoleiðis dúllerí. Það verður að sjálfsögðu ekki sýnt fyrr en eftir brúðkaup. En þetta sleppur :)

Knús 

Birna

Best Blogger Tips

miðvikudagur, 6. mars 2013

DIY gröfufánar á bollakökur

Í dag 6. mars á elsku drengurinn minn hann Frosti Þór 2 ára afmæli.


Hann færir foreldrum sínum mikla gleði á hverjum degi með grallaralega brosinu sínu.


Frosti fór í tilefni dagsins með gröfubollakökur á leikskólann til að færa börnunum á deildinni sinni.


Alveg heillaður af gröfuskrautinu sem er meðal annars tilefni þessa pósts. Ég var mikið að hugsa um það um daginn hvernig ég ætti að skreyta kökurnar. Vildi setja einhvað tengt gröfum/vinnuvélum og ég komst ekki í það að búa til úr sykurmassa. Þá ákvað ég að búa til þessa gröfufána, tók mjög lítinn tíma og er mjög einfalt.


Byrjaði á því að googla construction cartoon minnir mig og fann þar þessa mynd:


Þannig að ég bara prentaði hana út í þeirri stærð sem ég vildi. Klippti út þannig að það var sami bíllinn á einum miða, s.s. langsum. Síðan tók ég tannstöngla og límstifti, setti lím á miðana, tannstöngulinn í miðjuna og lokaði fyrir. Reddý !!! Einfalt ekki satt???

Knús
Birna



Best Blogger Tips

sunnudagur, 3. mars 2013

Frosti Þór 2 ára

Það var mikil gleði hjá okkur í Króknum í gær því við héldum uppá 2ja ára afmæli
Frosta Þórs en hann á afmæli 6. mars.


Í ár var ákveðið að hafa vinnuvélaþema þar sem litli gaurinn minn er algjör bílakall. Herbergið hans (sjá nánar hér) er allt fullt af vinnuvélum og traktorum, það var því vel við hæfi að velja þetta þema.


Mamman fór strax í hugmyndavinnu í sambandi við kökuna en ég legg alltaf mikið uppúr þeim. 
Ég byrja alltaf á því að googla og skoða hugmyndir, síðan sýð ég eitthvað saman úr því, breyti og bæti.

Þetta var svo útkoman:




Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað drengurinn var sáttur við þetta.... sagði bara: "nau nau nau"


Arinhillan fékk skreytingu í tilefni dagsins og fékk mömmuskrautið að fjúka fyrir tryllitækjunum að þessu sinni.


Fánalengjuna bjó ég til kvöldið áður og tók enga stund.

Byrjaði á að klippa út mót af fána, fann síðan þennan fína pappír úr Söstrene sem ég hafði keypt fyrir einhverju síðan. Klippti út fánana, prentaði út stafina í Word, klippti og límdi á.

Síðan fann ég langt leðurband og límdi fánana á með því að brjóta aðeins upp kantinn á fánunum og klippa til.

Þetta kom bara rosalega vel út og allir sáttir, sérstaklega mamman ;)



Borðið sem krakkarnir sátu við er gamalt borð sem ég útbjó fyrir Óliver elsta strákinn minn þegar hann var 2 ára. Hann á afmæli í júlí og ég held alltaf garðpartý fyrir hann en mig vantaði á þessum tíma eitthvað borð fyrir krakkana til að sitja við í garðinum. Ég átti gamalt eldhúsborð sem ég var ekkert að nota og ákvað að saga bara borðfæturnar og minnka niður svo þau gætu setið á grasinu í kringum borðið.
Þetta borð hefur síðan þá nýst vel í afmælin síðan þá.


Blöðrurnar hengdi ég uppí loft fyrir ofan borðið hjá krökkunum. 
Fannst það koma mjög vel út, einföld en skemmtileg skreyting.


Snakkið var borið fram í vörubíl og svo voru kökupinnar á borðinu líka, átti við miður engar skemmtilegar fötur til að setja þá í en ég þarf greinilega að fara að kaupa mér meira dót, ekki leiðinlegt það.
Ég hef aldrei áður prófað að gera þessa kökupinna en þeir voru svakalega vinsælir og mikið sport að prófa.


Við innganginn voru líka hengdar blöðrur upp í loftið. 

Hér eru bræðurnir að stilla sér upp með fallegu englabrosin sín.


Eftir að búið var að ganga frá þá var mikið sport að hlaupa um og hoppa og slá i blöðrurnar.





Eins og sjá má þá heppnaðist þetta 2 ára vinnuvéla afmæli alveg stórkostlega vel 
og drengurinn sáttur. Það er jú fyrir öllu :)



Vona að helgin hafi verið notaleg hjá ykkur.

Knús 
Birna


Best Blogger Tips