sunnudagur, 3. mars 2013

Frosti Þór 2 ára

Það var mikil gleði hjá okkur í Króknum í gær því við héldum uppá 2ja ára afmæli
Frosta Þórs en hann á afmæli 6. mars.


Í ár var ákveðið að hafa vinnuvélaþema þar sem litli gaurinn minn er algjör bílakall. Herbergið hans (sjá nánar hér) er allt fullt af vinnuvélum og traktorum, það var því vel við hæfi að velja þetta þema.


Mamman fór strax í hugmyndavinnu í sambandi við kökuna en ég legg alltaf mikið uppúr þeim. 
Ég byrja alltaf á því að googla og skoða hugmyndir, síðan sýð ég eitthvað saman úr því, breyti og bæti.

Þetta var svo útkoman:
Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað drengurinn var sáttur við þetta.... sagði bara: "nau nau nau"


Arinhillan fékk skreytingu í tilefni dagsins og fékk mömmuskrautið að fjúka fyrir tryllitækjunum að þessu sinni.


Fánalengjuna bjó ég til kvöldið áður og tók enga stund.

Byrjaði á að klippa út mót af fána, fann síðan þennan fína pappír úr Söstrene sem ég hafði keypt fyrir einhverju síðan. Klippti út fánana, prentaði út stafina í Word, klippti og límdi á.

Síðan fann ég langt leðurband og límdi fánana á með því að brjóta aðeins upp kantinn á fánunum og klippa til.

Þetta kom bara rosalega vel út og allir sáttir, sérstaklega mamman ;)Borðið sem krakkarnir sátu við er gamalt borð sem ég útbjó fyrir Óliver elsta strákinn minn þegar hann var 2 ára. Hann á afmæli í júlí og ég held alltaf garðpartý fyrir hann en mig vantaði á þessum tíma eitthvað borð fyrir krakkana til að sitja við í garðinum. Ég átti gamalt eldhúsborð sem ég var ekkert að nota og ákvað að saga bara borðfæturnar og minnka niður svo þau gætu setið á grasinu í kringum borðið.
Þetta borð hefur síðan þá nýst vel í afmælin síðan þá.


Blöðrurnar hengdi ég uppí loft fyrir ofan borðið hjá krökkunum. 
Fannst það koma mjög vel út, einföld en skemmtileg skreyting.


Snakkið var borið fram í vörubíl og svo voru kökupinnar á borðinu líka, átti við miður engar skemmtilegar fötur til að setja þá í en ég þarf greinilega að fara að kaupa mér meira dót, ekki leiðinlegt það.
Ég hef aldrei áður prófað að gera þessa kökupinna en þeir voru svakalega vinsælir og mikið sport að prófa.


Við innganginn voru líka hengdar blöðrur upp í loftið. 

Hér eru bræðurnir að stilla sér upp með fallegu englabrosin sín.


Eftir að búið var að ganga frá þá var mikið sport að hlaupa um og hoppa og slá i blöðrurnar.

Eins og sjá má þá heppnaðist þetta 2 ára vinnuvéla afmæli alveg stórkostlega vel 
og drengurinn sáttur. Það er jú fyrir öllu :)Vona að helgin hafi verið notaleg hjá ykkur.

Knús 
Birna


Best Blogger Tips

1 ummæli:

  1. Ekkert smá flott veisla, kakan er snilldin ein og ég er líka mjög hrifin af krakkaafmælisborðshugmyndinni :-)

    SvaraEyða