fimmtudagur, 19. desember 2013

Jólagjöf frá...

.... mér til mín er komin í hús. Ég var ekkert að vesenast með að geyma gjöfina eitthvað heldur spændi upp pakkann í mikilli tilhlökkun og váááá.....  I´m in Love


Ég er búin að sjá svo marga flotta púða á hinum ýmsu síðum og er Dossa sérstaklega dugleg að sýna okkur margt fallegt. Maður fær alveg kaupsting við að sjá allt þetta fallega dót.

En svo var ég að vafra inná www.aliexpress.com um daginn í fyrsta skiptið því maður var að heyra annan hvern mann tala um þessa síðu og þá rakst ég á þessa dásemd.


Ég var sko ekki lengi að næla mér í þá. Mér finnst þeir svoooo fallegir.


Svo er bara spurning á ég að hafa þá hér í stofunni?


Eða í sjónvarpsholinu?


Hvað finnst ykkur? Hvar njóta þeir sín betur?


Svo var ég víst ein af fáum sem náði að næla sér í svona flottan bakka í RL.
Hann er bara æði og svo er skál í stíl, fínt fyrir smákökurnar með sjónvarpsglápinu á kvöldin.

En hvað segiði; í stofunni eða sjónvarpsholinu? Hvaða púði er uppáhalds? 
Persónulega er ég alltaf rosalega veik fyrir uglum en ég get heldur ekki staðist flott hreindýr.


Munið að skilja eftir ykkur spor, það er svo gaman að sjá hverjir eru að skoða.

Jólaknús 
Birna


Best Blogger Tips

10 ummæli:

  1. Mjög fallegir! Mér finnst stofan hafa vinninginn.... :) Flott að sjá þá svona saman. Alltaf gaman að lesa bloggið þitt... :)

    SvaraEyða
    Svör
    1. takk Maja, já ég er ekki frá því að þeir njóti sín betur þannig :)

      Eyða
  2. Sjónvarpssófinn! :) Aliexpress er snilld, panta oft tadan.
    Ég nádi einmitt líka einum disk í RL med fugli á, sem er alveg fullkomid fyrir mig, fuglaskrauts-elskandann :)

    SvaraEyða
    Svör
    1. já svona eftir á að hyggja sé ég eftir að hafa ekki keypt einn af hverju, var líka skotin í íkorna og fuglinum. Líka að hafa ekki keypt fleiri skálar :/ þetta kostaði ekki neitt !!!

      Eyða
  3. Mér finnst fallegra að hafa þá í sjónvarpsholinu :)

    Bestu kveðjur
    Heiða

    SvaraEyða
  4. Sjónvarpsholið Birna ekki spurning, sófinn þar er æði svona stór.
    Alltaf gaman að kýkj hjá þér.
    Kveðja
    Inga

    SvaraEyða
  5. Mér finnst þeir njóta sín betur í stofusófanum :)

    SvaraEyða
  6. Dasemdin ein....Afskaplega fallegir!

    SvaraEyða
  7. Vá hvar fær maður svona flottan sjónvarpssófa með tveimur tungum?

    SvaraEyða
  8. þú færð þennan sófa í Ego dekor, ekta fjölskyldusófi :)

    SvaraEyða