Þið hafið kannski séð myndir af þessu afmælisborði mínu í fyrri pósti hér en þetta er borð sem ég er búin að nota síðan 2009. Það kom þannig til að elsti strákurinn minn, Óliver Logi, á afmæli í júlí og ég hef nánast alltaf haldið uppá afmælið hans úti í garði.
Þá var það vandamálið að mig vantaði borð og stóla fyrir krakkana að sitja við. Ég var nýbúin að kaupa hús á Bíldudal og með því fylgdi eldhúsborð sem ég þurfti ekki að nota, þannig að ég sagaði undan fæturnar að hluta þannig að það væri nægilega hátt fyrir krakkana að sitja við.
Síðan keypti ég plastdúk í rúmfatalagernum, setti kósur á hornin og notaði síðan tjaldhæla til að festa dúkinn niður. Þá er komið voðalega kósi horn fyrir krakkana.
Úr 2ja ára afmæli - Kung fu panda þema
Úr 3ja ára afmæli - Dóra Landkönnuður þema
Úr 4ra ára afmæli - Spiderman þema
Þetta borð er búið að koma sér mjög vel og við höfum notað það inni líka, sem við gerðum í 5 ára afmæli Ólivers og 2ja ára afmæli Frosta. Núna í ár, í 6 ára afmælinu var Star Wars lego þema, mamman var hinsvegar í tímaþröng og náði ekki að gera breytinguna á borðinu fyrir afmælið þannig að það leit bara svona út:
En um kvöldið vippaði ég því út og tók upp spreybrúsann.....
það er ekki bara svart ....
heldur líka krítarborð. Það vakti heldur betur lukku hjá strákunum mínum. Gátum búið til svaka flotta vegi fyrir nýju bílana og mótorhjólin sem Óliver fékk í afmælisgjöf.
Einnig sá ég það líka út að nú þarf kannski ekki alltaf að dúka borðið, bara hægt að kríta á það t.d. nöfn krakkanna osfrv. Margir möguleikar....
Knús
Birna
Snilld!
SvaraEyðaÞú ert alveg MET... Það sem að þér dettur í hug;) SNILDARHUGMYND!!!!
SvaraEyðaKV Steinunn Fj.
Þetta er frábært, góð hugmynd hjá þér! Alveg meiriháttar, er að pælí að stela þessari ;) Kv. Begga
SvaraEyðaSnjallt!
SvaraEyðaMikið betra en dúkar og skemmtilegra að leika sér með þetta :)
Snillingur ertu Birna :) ógó flott hugmynd og drengirnir greinilega mjög ánægðir með þetta sérstaklega Frosti :)
SvaraEyðakveðja að austan,
Halla
takk fyrir :) já Frosti bílakall er sko ekkert að hata þetta. Svo í gær voru vinirnir Óliver og Fjölnir að teikna á þetta kastala. Þannig að þetta borð er alveg að gera sig :)
SvaraEyðaSnilldar hugmynd!
SvaraEyðakv. Svandís
Ótrúlega sniðugt :-)
SvaraEyða