miðvikudagur, 6. mars 2013

DIY gröfufánar á bollakökur

Í dag 6. mars á elsku drengurinn minn hann Frosti Þór 2 ára afmæli.


Hann færir foreldrum sínum mikla gleði á hverjum degi með grallaralega brosinu sínu.


Frosti fór í tilefni dagsins með gröfubollakökur á leikskólann til að færa börnunum á deildinni sinni.


Alveg heillaður af gröfuskrautinu sem er meðal annars tilefni þessa pósts. Ég var mikið að hugsa um það um daginn hvernig ég ætti að skreyta kökurnar. Vildi setja einhvað tengt gröfum/vinnuvélum og ég komst ekki í það að búa til úr sykurmassa. Þá ákvað ég að búa til þessa gröfufána, tók mjög lítinn tíma og er mjög einfalt.


Byrjaði á því að googla construction cartoon minnir mig og fann þar þessa mynd:


Þannig að ég bara prentaði hana út í þeirri stærð sem ég vildi. Klippti út þannig að það var sami bíllinn á einum miða, s.s. langsum. Síðan tók ég tannstöngla og límstifti, setti lím á miðana, tannstöngulinn í miðjuna og lokaði fyrir. Reddý !!! Einfalt ekki satt???

Knús
Birna



Best Blogger Tips

1 ummæli:

  1. Fánarnir eru snilld og afmælisbarnið er þvílík krúttsprengja, grallarasvipurinn sést langar leiðir! :-)

    SvaraEyða