laugardagur, 22. september 2012

Barnaherbergi nr 1....

...... er komið langt á veg. Ég er búin að hlakka svo til að byrja á barnaherbergjunum en ég þarf að taka þrjú slík í gegn :) Bara gaman !!!


Fyrsta verkefnið var að flytja Óliver Loga sem er orðinn 5 ára gamall yfir í stóru stráka herbergi. Ég var áður með saumaaðstöðu inní þessu herbergi en það hentar vel fyrir Óliver þar sem það er innbyggt skrifborð og hann byrjar í skóla næsta haust. Til að rifja upp þá leit herbergið svona út þegar við keyptum í fyrra:


Dálítið erfitt að taka myndir þar sem herbergin eru flest undir súð en svona var liturinn á því fyrir. Ég málaði öll herbergin nema hjónaherbergið í sama lit seinasta vetur, liturinn átti að vera ljós blár en varð meira út í ljós fjólubláan. Fallegur litur en mér fannst hann samt aðeins of baby legur fyrir þetta stóru stráka herbergi. 

Séð inní herbergið frá ganginum

Stór og góður fataskápur fylgdi þessu herbergi sem og skrifborð

Búið að skipta um glugga og hann beið bara eftir pússun og málun.

IKEA rúmið beið þolinmótt eftir uppsetningu

 Fínasta skrifborð fyrir skólastrákinn


Óliver var með hugmynd af litum inní herbergið en það voru svartur og rauður. Þar sem það var ekki séns að ég myndi mála veggi í þeim lit (sem hann skildi náttúrulega ekki ;) þá gerðum við samkomulag að hafa það hvítt og skreyta herbergið með svörtu og rauðu. Ég átti eftir málningu í antik hvítu sem ég notaði í eldhúsi og stofu, ákvað að nýta það enda mjög hlýr og fallegur litur.

Hér koma eftir myndirnar:

Núna er herbergið svona séð frá ganginum. Nýtt og flott loftljós sem drengurinn fékk í afmælisgjöf frá ömmu og afa á Bíldudal en það fékkst í Tiger í sumar. Óliver er mjög hrifinn af heiminum og að læra um löndin. Rauða mottan er keypt á Bland.is en hún er úr IKEA, stór og fluffy.... mjög kósí horn þarna undir rúminu.

Skápurinn og skrifborðið í nýjum búning. Skápahurðarnar voru málaðar með krítarmálningu, þar verður hægt að reikna og æfa sig í að skrifa stafina. Síðan notaði ég afgangs krítarmálningu til að mála rammann sem landakortið er í en hann var furulitaður. Skrifborðsplatan fékk nýtt lúkk með sjálflímandi plastdúk/rúllu sem ég fékk í Bauhaus.

Glugginn tilbúinn, málaður og sparslaður. Landakortið fékk ég í MyConceptstore, hillurnar fékk ég í Góða Hirðinum og málaði þær rauðar með afgangsmálningu frá borðstofustólunum. Rúllugardínan er úr RL.

Rúmið samsett og nýi eigandinn mjög sáttur við það. Expedit hillan sem Óliver átti komst ekki fyrir þannig að til bráðabirgða fór önnur hilla inn til hans. Á eftir að skoða þetta aðeins betur, athuga hvernig lausn ég finn fyrir allt dótið hans og bækurnar.

Mjög sátt við skrifborðsaðstöðuna, á eftir að fá betri stól og bæta við "skrifstofudóti" en annars nokkuð gott

Strákalegt og töff. 

Hér koma svo fleiri myndir:

Ljósið á veggnum keypti ég í Góða Hirðinum en er upprunalega úr IKEA. Það var hinsvegar blátt á litinn og passaði því engan veginn við "þemalitina" ;) þannig að ég notaði líka svörtu krítarmálninguna og málaði það. Límmiðarnir eru sjálflýsandi og keyptir í  Húsgagnaheimilinu

Allt annað að sjá nýja glugga í húsinu með þessu gamla sniði.

Steinar sem ég málaði fyrir skírnina hjá Óliver, gerði líka svona fyrir Frosta og geri auðvitað fyrir bumbubúann þegar þar að kemur.

Betri mynd af skápahurðunum en ég keypti nýjar höldur á skápinn í IKEA og þær pössuðu akkurat í,  sem er náttúrulega algjör snilld þá þurfti ekkert að bora ný göt og sparsla yfir þau gömlu ;)

Haldiði að það verði ekki kósí hjá kalli að sofna undir stjörnubjörtum himni??


Jæja þetta er langur myndapóstur, en hvernig lýst ykkur á breytinguna ???

kveðja Birna



Best Blogger Tips

11 ummæli:

  1. Vá ertu að grínast!!!! Svakalega flott :)

    SvaraEyða
  2. Þú ert snillingur , þetta er geggjað :)

    SvaraEyða
  3. Virkilega vel heppnað :) Vá hvað þetta er flott!

    Til lukku!

    SvaraEyða
  4. Ofsalega gaman að fylgjast með ykkur hérna. Þið eruð alveg snillingar í inréttingum og endurinnréttingum og að breyta og bæta. Mikill innblástur að skoða síðuna :-)

    SvaraEyða
  5. takk kærlega fyrir, ég er líka alveg rosalega ánægð með útkomuna... hvað þá Óliver stóri strákurinn og þá er nú takmarkinu náð :)

    SvaraEyða
  6. innilega til hamingju með þessa flott breytingu drengurinn hlýtur að vera alsæll. Mjög glæsilegir nafnasteinarnir hjá þér flott hugmynd og borðplatan er æðisleg

    SvaraEyða
  7. Æðislegt herbergi hjá þér! Finnst breytingin á fataskápnum og skrifborðinu æði. Er einmitt með svona kort frá myconceptstor hjá eldri stráknum mínum finnst það svo flott. Loftljósið og límmiðarnir ótrúlega flott!

    Kv.Hjördís

    SvaraEyða
  8. Vá, en vel heppnað! Svakalega flott! Hvar fékkstu flotta loftljósið? Annars verð ég að segja að mér finnst rúmið ótrúlega praktískt þarna undir súðinni, bætir við eftirsóttu gólfplássi!

    SvaraEyða
    Svör
    1. já gleymdi ég að skrifa hvar ég fékk ljósið, best að laga það en ég fékk það í Tiger.

      rúmið er einmitt alveg eins og sniðið þarna inn.... væri lítið leikpláss eftir ef það væri rúm á gólfi :)

      Eyða
  9. Sæl, datt óvart inná síðuna ykkar, má ég spyrja hvaðan gluggarnir eru, þ.e. hver smíðaði þá? Er sjálf að gera upp gamalt hús. Kveðja, Rósa

    SvaraEyða
  10. sæl, afsakið hvað ég skrifa seint en ég einhverra hluta vegna fæ aldrei tilkynningar þegar það er sett komment hjá mér. En ég mæli ekki með manninum sem smíðaði gluggana hjá okkur en hinsvegar eru góðir smiðir á Tálknafirði og fyrirtækið heitir TV-verk ehf ef það hjálpar eitthvað.

    SvaraEyða