fimmtudagur, 25. apríl 2013

Hvað er að frétta með mig eiginlega....

..... það er komið á 8 viku síðan ég bloggaði seinast !! Greinilega mikið að gera hjá húsfrúnni þessa dagana. En það er bara akkurat þannig, ég hef lítið verið að bralla annað en að sinna heimilinu, börnunum og baka sykurmassakökur. Það er sko nóg að gera í þeim bransa en það er líka bara æðislega gaman.

Ég ákvað þvi bara að sýna ykkur nokkrar kökur sem ég hef verið að gera nýlega.Mér finnst svo gaman að gera þessar mismunandi útfærslur af kökum og gera eitthvað nýtt og spennandi. 
Ég reyni helst að hafa enga köku eins.

Kökuknús ;)
Birna
Best Blogger Tips

2 ummæli:

  1. Hvernig köku ertu með undir skreytingunum? Kökurnar eru æðislegar hjá þér, svakalega flottar.

    SvaraEyða
  2. Ég hef í flestum tilvikum verið með súkkulaði köku með súkkulaðismjörkremi. Það er vinsælast :)

    SvaraEyða