..... from the same pair of pants ;) Fyrir þá sem ekki muna eða sáu þann póst þá vantaði mig húfu á 5 ára strákinn minn í vetur og bjó þá til þessa fínu hermanna húfu úr gömlum buxum af sjálfri mér. Sjá póst hér
Nú kom önnur hugdetta þegar ég var að pakka niður fyrir stóra strákinn minn sem er að fara í ferðalag. Hann á þessa fínu litlu spjaldtölvu sem hann fékk frá ömmu sinni en hún er ekki í neinni tösku. Þá fór ég að hugsa hvort ég ætti ekki bara að sauma eitthvað utan um hana til að verja hana betur. Rakst þá á buxurnar (kemur sér vel að geyma ;) og aftan á buxunum var vasi þar sem spjaldtölvan passaði bara akkurat ofaní.
Hey !!! I got an idea.
Þetta tók ekki nema 5 mínutur. Klippti vasann frá og aðeins hærra upp til þess að geta lokað. Saumaði upp hliðarnar að ofan og setti smá teygju til þess að smeygja yfir töluna sem NOTA BENE var á buxunum. Ekkert vesen, bara komin þessi fína taska. Langar samt að setja fallegt skáband utanum en á ekkert til í augnablikinu. Væri töff að setja í þessum skær-appelsínugula lit, hafiði þið séð svoleiðis skábönd einhvers staðar?
Óliver minn var alveg hæstánægður með þetta framtak móður sinnar :)
Er það ekki það sem skiptir höfuðmáli?
Knús
Birna
Engin ummæli:
Skrifa ummæli