föstudagur, 12. júlí 2013

Brúðkaupsundirbúningur

Ég vil nú byrja á því að afsaka bloggleysið en ég hef lítið verið að bralla og gera undanfarið. Nú fer mikið af mínum tíma í undirbúning fyrir brúðkaupið, bakstur fyrir aðra og auk þess náttúrulega að sinna 3 drengjum, 1 hvolp og heimili. Nóg að gera hjá ungfrúnni í Króknum ;)


Boðskortin í brúðkaupið eru allavega komin út. Þau útbjó ég sjálf (að sjálfsögðu) ég þarf alltaf að fara erfiðustu leiðina en það er bara gaman. Ég datt inn á lagersölu hjá Skrapp og gaman og fékk þar 100 kort og umslög saman í pakka á hlægilegu verði. Var ekkert að hata það :)


Síðan prentaði ég út fallega mynd af okkur sem ég útfærði í forritum á netinu, pizap og pixlr
Myndin kom svona út:


Síðan var bara að útbúa textann inn í kortið, prenta það út og líma. 

Voila:




Ég er bara svo sátt við þau og finnst þau mega krúttleg og heimilisleg (eins og ég).

Næsta skref er að fara að útbúa borðaskreytingarnar og svoleiðis dúllerí. Það verður að sjálfsögðu ekki sýnt fyrr en eftir brúðkaup. En þetta sleppur :)

Knús 

Birna

Best Blogger Tips

1 ummæli: