fimmtudagur, 18. júlí 2013

Brúðkaupsundirbúningur á fullu....

... þessa dagana. Samkvæmt nýja appinu í símanum, Weddingcountdown er 1 mánuður, 19 dagar, 18 klukkutímar, 25 mínutur og 12 sekúndur þar til við göngum upp að altarinu. Svona sirkabát ;)




Ha, ég? Skipulagsfrík? Það getur ekki verið !!


Ok kannski smá en það gerir veisluna vonandi bara skemmtilegri. En ég ætlaði nú ekki bara að blaðra um ekki neitt heldur að benda á alveg ótrúlega sniðugt app sem ég fann einhvern tímann í vetur þegar ég var að googla hugmyndir. En það er síðan WedPics.




Við erum búin að setja upp aðgang hjá WedPics og biðjum þá brúðkaupsgesti sem eru með android eða snjallsíma að ná í app sem heitir einfaldlega WedPics. Þeir sem eru ekki með slíka síma geta þó einnig skráð sig inn á síðunni þeirra. Auðveldast er að skrá sig í gegnum facebook aðganginn sinn.

Þar er síðan slegið inn lykilorð til þess að komast inn á myndasíðuna okkar. Á þessari síðu er ætlunin að safna saman sem flestum myndum og minningum sem bæði við og gestir okkar geta skoðað.

Við biðjum gesti um að hlaða inn öllum myndunum sem þeir taka í gæsun, steggjun og brúðkaupinu sjálfu. Það er hægt að gera í símanum í gegnum appið eða fyrir þá sem eru með myndavélar þá er einnig hægt að hlaða þeim inn í gegnum tölvu á síðunni sjálfri.



Þetta er í raun nútímalegri útfærsla af einnota myndavélunum sem hafa verið vinsælar í brúðkaupum :)
Ótrúlega sniðugt !!

Út frá þessu sá ég sniðuga ljósmynda þrautakeppni sem ég síðan útfærði yfir á íslensku og mun nota í september. En það kannski eykur líkurnar að myndirnar skili sér inn og að fólk muni eftir að taka myndir. Leikurinn lítur svona út: 


Ég held að þetta verði þrælgaman og að sjálfsögðu verða verðlaun í boði. Nöfn allra sem ná að klára allar þrautirnar verða sett í pott og dregið verður út vinningshafa.

Hvernig líst ykkur þetta?

Ef einhver hefur áhuga á að fá skjalið og nota þetta má hinn sami hafa samband við mig.

Einnig hef ég sett upp sérstaka brúðkaupssíðu fyrir brúðkaupsgesti til upplýsinga. 
Segi betur frá því í næsta pósti.

Knús

Birna



Best Blogger Tips

Engin ummæli:

Skrifa ummæli