laugardagur, 24. ágúst 2013

Undirbúningur, undirbúningur, undirbúningur....

.... já það er víst ekkert annað sem kemst að þessa dagana og greyið heimilið fær að finna fyrir því. 
En ég tek bara til og þríf eftir 7. september ;) Má það ekki alveg ?

OK þetta er samt kannski ekki alveg svona, en svona hugsar maður að þetta sé. Þekkiði þetta?

Það sem ég er að "dunda" mér í að gera núna er að búa föndra blóm úr efni. Ég ætla sem sagt.... 


wait for it...


.... að búa til minn eigin brúðarvönd úr efni. Fannst tilhugsunun um að hann myndi alltaf líta eins út, s.s. ekki fölna eins og alvöru blóm, vera æðisleg :)

En tilgangur þessa pósts er að ég ætlaði að sýna ykkur nokkur blóm sem ég er búin að búa til. 
Ef áhugi er þá get ég líka gert svona tutorial, þið látið mig þá bara vita í commentum.

Þetta er bara smá brot af þeim blómum sem ég er búin að föndra. Svo geri ég líka barmblómin fyrir brúðgumann, strákana okkar og pabbana :)

Hlakka til að geta sýnt ykkur lokaútkomuna :) það verður ógrynni af póstum eftir 7. sept.....

ÉG LOFA !!

Knús Birna
Best Blogger Tips

1 ummæli: