miðvikudagur, 11. desember 2013

Veikindi á veikindi ofan...

.... þannig er nú bara staðan á mínu góða heimili. Elsti búinn og tók það fljótt af, miðjan nýbúin en litla greyið mitt ætlar ekki að ná sér. Það er komið á aðra viku núna sem hann er með þessa blessuðu magapest.


En broskallinn hættir samt ekkert að brosa. 

Mamman er hinsvegar að verða buguð af þreytu og vöðvabólgu, gott svona korter í jól. Ég sem ætlaði að gera svo margt en það koma jú jól fyrir því. Ég vona bara svo innilega að hann fari að hressast litli kallinn minn. Það er ekkert verra en að horfa uppá þau þegar þeim líður illa.

Við náðum nú samt sem áður að mála piparkökurnar og piparkökuhúsin seinustu helgi.


Elsti minn búinn að missa sínar fyrstu tennur, seinni var að detta úr í fyrradag :)


Þeir verða ekki mikið krúttlegri en þessi :)


Hér er afraksturinn okkar, allir strákarnir fengu að skreyta sitt piparkökuhús


Svo flott jólabörn

Annars er minn tími aðallega búinn að fara í veikindastúss en ég náði þó að pakka inn gjöfunum í gær og skrifa á nokkur jólakort. Síðan klippti ég líka út þessi sætu snjókorn í gluggana hjá okkur. 
Sá þetta hjá henni Stínu Sæm og þetta kemur svo vel út.


Eigið góðan dag

Knús
Birna
Best Blogger Tips

Engin ummæli:

Skrifa ummæli