.... það bætst inn svona hitt og þetta í herbergin eftir því sem mánuðirnir líða. Eins og í herberginu hans Frosta, þar voru veggirnir dálítið berrassaðir í byrjun.
Mér fannst alltaf vanta eitthvað á veggina. Núna er ég búin að tína ýmislegt til og þetta er afraksturinn.
Fánalengjuna föndraði ég fyrir 2 ára afmælið hans, sjá hér
.
Á þennan vegg er smá grúbba, stolið frá Dossu, í Skreytum hús... yndislegt blogg btw.
Hér er svartur rammi/hilla sem ég fékk í Góða Hirðinum, já hann kemur sér oft vel, inn í setti ég trélest sem mér finnst svo krúttleg, myndina fékk hann í jólagjöf frá einni frænkunni, stafinn hans fékk ég frá Walmart og svo er fyrsti verðlaunapeningaskjöldurinn kominn uppá vegg ásamt fyrsta verðlaunapeningnum. Hann nefnilega keppti í fyrsta sinn á frjálsíþróttamóti í ár, 2 ára gamall.
Kommóðan góða hætti að vera skiptiaðstaða og er komin út í horn. Keypti ódýran lampa í IKEA, svona þangað til ég finn þennan sem ég VERÐ að kaupa.
Svo er komin leikfangahilla sem ég fékk á 600 kr í Góða Hirðinum. Já IKEA og GH eru bestu vinir mínir.
Myndin með konu og barni fékk ég í Góða Hirðinum... ó hvað ég elska Góða Hirðinn, og mér fannst hún svo falleg að ég stóðst ekki mátið. Vissi þó ekkert hvað ég ætlaði að gera við hana en eftir smá tíma fékk hún loksins samastað. Held að hún sé bara mjög sátt þarna.
Ég var að hugsa um að skipta um ramma en ég veit ekki. Sveppakrítartaflan fékkst í Tiger, Gosi er gamalt dót frá mér og rammann málaði Frosti sjálfur. Ég setti inn í hann mynd úr fyrsta ferðalaginu sem hann fór í.
Fánalengjuna föndraði ég fyrir 2 ára afmælið hans, sjá hér
.
Á þennan vegg er smá grúbba, stolið frá Dossu, í Skreytum hús... yndislegt blogg btw.
Hér er svartur rammi/hilla sem ég fékk í Góða Hirðinum, já hann kemur sér oft vel, inn í setti ég trélest sem mér finnst svo krúttleg, myndina fékk hann í jólagjöf frá einni frænkunni, stafinn hans fékk ég frá Walmart og svo er fyrsti verðlaunapeningaskjöldurinn kominn uppá vegg ásamt fyrsta verðlaunapeningnum. Hann nefnilega keppti í fyrsta sinn á frjálsíþróttamóti í ár, 2 ára gamall.
Síðan var komið að Nóa litla, en hann er nú orðinn 10 mánaða gamall þessi elska
Mér fannst kominn tími til að af-babyja herbergið aðeins fyrst menn eru orðnir svona fullorðnir ;)
Svona leit herbergið út:
Sjá gömlu færsluna nánar hér. Svo breytti ég aðeins, í fyrsta lagi vildi ég færa rúmið frá útvegg, fannst stundum eitthvað svo kuldalegt við vegginn en þó var alltaf góður hiti inní herberginu. Síðan var að breyta kommóðunni því nú erum við hætt að nota hana sem skiptiaðstöðu því það er bara ekki séns að halda honum á "mottunni".
Opnaði gluggann meira með því að láta gardínuvængina hanga beint niður en ekki hengja þá upp. Bætti svo við lítilli mottu úr elsku elsku IKEA.
Kommóðan góða hætti að vera skiptiaðstaða og er komin út í horn. Keypti ódýran lampa í IKEA, svona þangað til ég finn þennan sem ég VERÐ að kaupa.
Svo er komin leikfangahilla sem ég fékk á 600 kr í Góða Hirðinum. Já IKEA og GH eru bestu vinir mínir.
Rúmið er komið þar sem skiptiborðið var og uglan gætir hans á nóttunni :) Síðan sjáið þið þarna við endann á rúminu gamlan körfustól sem ég átti þegar ég var lítil. Mig langar að sauma nýtt áklæði á púðann en annars bara hafa hann svona plein. Mér finnst hann svoooo fallegur.
Stóllinn góði fór í hornið og þarna lesum við á kvöldin, mig langar að setja litla bókahillu þarna svo bækurnar verði við hendina á kvöldin áður en farið er að sofa. Þarf að skoða það aðeins betur og útfæra.
Jæja hvernig líst ykkur á?
Endilega kvittið fyrir komu, svo gaman að sjá að maður er ekki bara að tala við sjálfan sig ;)
knús
Birna
Þetta eru flott herbergi hjá litlu drengjunum þínum og margar sniðugar hugmyndir..
SvaraEyðaTakk fyrir að deila.
kv Ása
Mjog flott hja ter!
SvaraEyðaKv.Hjordis