Sýnir færslur með efnisorðinu Heimilið. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Heimilið. Sýna allar færslur

fimmtudagur, 19. desember 2013

Jólagjöf frá...

.... mér til mín er komin í hús. Ég var ekkert að vesenast með að geyma gjöfina eitthvað heldur spændi upp pakkann í mikilli tilhlökkun og váááá.....  I´m in Love


Ég er búin að sjá svo marga flotta púða á hinum ýmsu síðum og er Dossa sérstaklega dugleg að sýna okkur margt fallegt. Maður fær alveg kaupsting við að sjá allt þetta fallega dót.

En svo var ég að vafra inná www.aliexpress.com um daginn í fyrsta skiptið því maður var að heyra annan hvern mann tala um þessa síðu og þá rakst ég á þessa dásemd.


Ég var sko ekki lengi að næla mér í þá. Mér finnst þeir svoooo fallegir.


Svo er bara spurning á ég að hafa þá hér í stofunni?


Eða í sjónvarpsholinu?


Hvað finnst ykkur? Hvar njóta þeir sín betur?


Svo var ég víst ein af fáum sem náði að næla sér í svona flottan bakka í RL.
Hann er bara æði og svo er skál í stíl, fínt fyrir smákökurnar með sjónvarpsglápinu á kvöldin.

En hvað segiði; í stofunni eða sjónvarpsholinu? Hvaða púði er uppáhalds? 
Persónulega er ég alltaf rosalega veik fyrir uglum en ég get heldur ekki staðist flott hreindýr.


Munið að skilja eftir ykkur spor, það er svo gaman að sjá hverjir eru að skoða.

Jólaknús 
Birna


Best Blogger Tips

þriðjudagur, 16. júlí 2013

Afmælisborðið - leikborðið

Þið hafið kannski séð myndir af þessu afmælisborði mínu í fyrri pósti hér en þetta er borð sem ég er búin að nota síðan 2009. Það kom þannig til að elsti strákurinn minn, Óliver Logi, á afmæli í júlí og ég hef nánast alltaf haldið uppá afmælið hans úti í garði. 

Þá var það vandamálið að mig vantaði borð og stóla fyrir krakkana að sitja við. Ég var nýbúin að kaupa hús á Bíldudal og með því fylgdi eldhúsborð sem ég þurfti ekki að nota, þannig að ég sagaði undan fæturnar að hluta þannig að það væri nægilega hátt fyrir krakkana að sitja við.

Síðan keypti ég plastdúk í rúmfatalagernum,  setti kósur á hornin og notaði síðan tjaldhæla til að festa dúkinn niður. Þá er komið voðalega kósi horn fyrir krakkana.


Úr 2ja ára afmæli - Kung fu panda þema


Úr 3ja ára afmæli - Dóra Landkönnuður þema


Úr 4ra ára afmæli - Spiderman þema


Þetta borð er búið að koma sér mjög vel og við höfum notað það inni líka, sem við gerðum í 5 ára afmæli Ólivers og 2ja ára afmæli Frosta. Núna í ár, í 6 ára afmælinu var Star Wars lego þema, mamman var hinsvegar í tímaþröng og náði ekki að gera breytinguna á borðinu fyrir afmælið þannig að það leit bara svona út:


En um kvöldið vippaði ég því út og tók upp spreybrúsann.....


það er ekki bara svart ....


heldur  líka krítarborð.  Það vakti heldur betur lukku hjá strákunum mínum. Gátum búið til svaka flotta vegi fyrir nýju bílana og mótorhjólin sem Óliver fékk í afmælisgjöf.

Einnig sá ég það líka út að nú þarf kannski ekki alltaf að dúka borðið, bara hægt að kríta á það t.d. nöfn krakkanna osfrv. Margir möguleikar....


Knús

Birna
Best Blogger Tips

þriðjudagur, 6. nóvember 2012

Nýjir púðar í sjónvarpsdyngjuna...

.... okkar. Ég tók mig til í gær og gerði jólahreingerninguna á kúrusófanum okkar þar sem ég fer að fara til Höfuðborgarinnar að koma barninu í heiminn. Verður gott að koma heim í hreint heimilið í stað þess að byrja að þrífa þá. Er þetta ekki gott plan hjá mér ?

Ég ryksugaði sófann, færði til og tók ALLA púðana... sem eru margir.... og já ég er komin 38 vikur :) ég læt sko ekkert stoppa mig. Sófanum fylgir nefnilega svakalegt magn af púðum og auk þess er ég með 4 stóra púða..... s.s. lexían hér, það er ALDREI of mikið af púðum. Tveir af þessum púðum var ég alltaf á leiðinni að sauma nýtt utanum en það var eitt af þeim verkefnum sem sátu alltaf á hakanum. Ég að sjálfsögðu henti mér í þetta verkefni og VOILA.....



Ég verð að afsaka gæðin á myndunum en myndavélin er eitthvað að stríða mér þessa dagana. Mér finnst myndirnar allar koma svo óskýrar út allt í einu, ég bara skil það ekki. En allavega þá eru þessir skrautlegu púðar núna mjög vinsælir meðal strákanna og þykja mjög flottir.

Knús Birna

Best Blogger Tips

miðvikudagur, 19. september 2012

Borðstofuljósið......

....... enduðum við á að kaupa í IKEA. Við fórum í leiðangur þegar við vorum að gera húsið klárt og fundum ekkert sem við alveg féllum fyrir. Þannig að við ákváðum að kaupa TIDIG loftljós og skipta frekar út þegar við myndum finna eitthvað annað.



Vildi allavega fá svona langt ljós yfir stofuborðið og hugsaði mér þá að ég gæti þá skreytt það að vild, eftir árstíð eða tilefni. Ég byrjaði á að skreyta það með grein með rauðum berjum sem ég átti til.


Það passaði vel í þessu kósí vöffluboði sem ég var með fyrir nokkrar góðar vinkonur.

Það er svo skemmtilegt að geta skipt þessu svona út. Á mánudaginn þá fórum við á Ísafjörð í vaxtasónar til að meta hvort krílið okkar litla væri ekki að stækka eins og það ætti að vera að gera. Það kom allt vel út og því leið bara rosalega vel þarna inni. Allar mælingar voru eins og þær áttu að vera, litla krúttið orðið um 7 merkur en ég er gengin 31 viku.


Hér er ein andlitsmynd af krúttinu okkar, mér sýnist það ætla að fá nefið frá Frosta bróður sínum :)

En allavega í þessari ferð fórum við í smá búðarrölt og kíktum meðal annars inní Húsasmiðjuna. Þar fann ég þessa yndisfríðu lengju með kristöllum og ég BARA VARÐ !!! 
sá hana svo fyrir mér á ljósinu góða.



Er þetta ekki fallegt ???

Ég kveð ykkur í dag með myndum af ljúffengum bollakökum sem voru snæddar hér í kaffitímanum. Súkkulaði bollakökur með vanillukremi.

Kveðja Birna




Best Blogger Tips

þriðjudagur, 18. september 2012

Sáuð þið glitta í eitthvað í seinasta pósti....

....??? Skal gefa ykkur hint fyrst sýndi ég ykkur þessa mynd....


en síðan bættist eitthvað við á þessari mynd....


Þeir sem eru glöggir sjá glitta í texta fyrir ofan borðstofuborðið. Við "hjónin to be" eigum lag sama sem okkur þykir mjög vænt um og ég hafði samband við Fonts kompany á Facebook til að athuga hvort hún gæti gert ákveðinn texta á vegglímmiða fyrir mig. Það var nú lítið mál og ég fékk mjög góða þjónustu. Mæli sko alveg með Fonts ef þið eruð í svona límmiðapælingum.

En jæja eruði spennt að vita hvaða texti þetta er ???




Ég er svo ánægð með þetta og mér líður alltaf svo vel þegar ég heyri þetta lag.

Manni getur ekki annað en hlýnað um hjartarætur.

Ég kveð ykkur í dag með þessu lagi

Knús Birna





Best Blogger Tips

sunnudagur, 16. september 2012

Súlurnar.......

.... voru loksins málaðar í fyrradag en þær voru orðnar dálítið lúnar, upplitaðar og illa farnar. Ég réðst í það verkefni í tilefni þess að við vorum að bjóða í 30 ára afmælisveislu bóndans daginn eftir. En svona litu þær út, þið kannski afsakið draslið í bakgrunninum :) það var verið að vinna í því að taka til ;)




Þá var bara að skella sér í verkið og þvílíkur munur bara að sletta smá málningu á þessa stubba:




En með því að mála þetta þá sér maður hvað það verður flott og mikill munur þegar stiginn verður tekinn og málaður.


Ef ég þekki mig rétt þá verð ég búin að því áður en ég veit af ;) Ég er með nokkurn veginn hugmynd hvernig ég vil hafa hann en þetta er svona allavega smá inspiration af Pinterest:


Haldiði að það verði ekki munur ???

Kveðja Birna

P.s. svona leit kökuborðið og kræsingarnar út í afmælisveislunni í gær :P






Best Blogger Tips

fimmtudagur, 13. september 2012

Nokkur verkefni í gangi.....

..... hjá okkur í Króknum. Þetta stóra sem tengist verðlaunagripunum er tilbúið en verður ekki sýnt fyrr en á sunnudaginn. En núna fer mestur tíminn í að skipuleggja hvernig skrifstofurýmið á að vera. Ég hef verið að skoða á netinu til að fá smá innblástur og svo er bara að ráðast í verkið. Hér er ein hugmynd sem ég féll fyrir:


Svo er hún Dossa í Skreytum hús líka búin að vera í sömu pælingum og það kom alveg rosalega vel út hjá henni. Endilega kíkið á bloggið hennar ef þið eruð ekki búin að því nú þegar.

En svo ég haldi áfram með söguna um skrifstofuna þá erum við búin að bíða lengi eftir píparanum sem komst loksins fyrir nokkrum dögum til þess að taka niður ofnana í húsinu hjá okkur, en við skiptum vatnsofnum út fyrir varmadælu fyrr á árinu og halelúja !!!  það er þvílikur munur á hitastiginu í húsinu. En út af þessu þá gat ég ekki byrjað að mála og kallinn gat ekki lagt parketið fyrr en við vorum búin að losa okkur við þessa svakalega fyrirferðamiklu gripi. 

Svona til að rifja upp þá leit skrifstofurýmið svona út þegar við keyptum:


Þessi mynd er tekin úr sjónvarpsherberginu og þið sjáið þarna tvær "fagurbláar" stoðir sem voru á milli herbergjanna en litagleðin var mikil í þessu húsi þegar við keyptum það. Við létum setja upp vegg til þess að nýta þessi tvö rými betur og þá leit þetta svona út:


Núna er ég loksins byrjuð að mála og hlakka mikið til að gera þetta rými klárt. Það er dálítið erfitt að taka góðar myndir þarna inni sökum plássleysis :) en þetta er þó eitthvað:




Annað sem ég er líka byrjuð á er fyrsta barnaherbergið af þremur, en það er nýja stórustráka herbergið hans Ólivers Loga. Áður var ég með saumaaðstöðuna mína þar en hún verður flutt í nýju skrifstofuna þegar hún verður klár. Í staðinn fær Óliver þetta fína herbergi og ég held að það verði alveg svaaaaakalega flott. 

En talandi um herbergið hans Ólivers þá fann ég þessar tvær hillur í Góða Hirðinum fyrir löngu síðan á heilar 300 krónur:  Ég var ekki komin með hlutverk fyrir þær þegar ég keypti þær en núna fá þær sinn stað inní í stóru stráka herberginu.


Litirnir sem Óliver óskaði sér inní herbergið sitt voru hvítur, rauður og svartur. Þannig að ég notaði afgangs málningu sem ég átti síðan ég málaði borðstofustólana og núna líta þessar hillur svona út:


Bara nokkuð flottar ekki satt? 

Þannig að eins og þið heyrið þá er sko nóg að gera hjá húsfreyjunni...... og ég hlakka til að sýna ykkur loka útkomuna á þessum herbergjum.




Best Blogger Tips

fimmtudagur, 6. september 2012

Smá endurröðun....

... og fínerí í eldhúsinu í dag. Langaði svo aðeins að breyta til og líka ennþá að laga þetta allt saman að mínu höfði. Famílían var að koma úr bæjarferð þar sem yngsti fjölskyldumeðlimurinn var að fá rör í eyrun sín. Hann stóð sig að sjálfsögðu eins og hetja. Þau eru svo dugleg þessi krili.

Í þessari ferð þá fór ég í Blómaval, lenti þar á þessari fínu útsölu og keypti mér nokkur blóm. Ég keypti mér Erikur en þær eru alltaf svo ótrúlega fallegar. Síðan er mér lengi búið að langa í Orkideu og fjárfesti í henni á 20 % afslætti en í bónus fékk ég svo Frúarlauf á hvorki meira né minna en 70% afslætti
...ég bara stóðst ekki mátið :)


Alltaf jafn fallegar Erikurnar



Frúarlaufið sem mun síðar blómstra hvítum blómum.


Fallega fallega Orkidean mín fékk stað á eyjunni í eldhúsinu. Þegar ég var að koma þessum elskum í potta þá fór mig að klæja í fingurna að breyta aðeins til í eldhúsinu og það fyrsta var að breyta í hvíta 2ja hæða disknum mínum. Áður hýsti þessi bakki ýmislegt fyrir morgunmatinn eins og sykur, púðursykur, rúsínur og hnetur. En núna er það te og kerti sem iljar manni þegar það er farið að kólna.  


Bætti svo við stórum hvítum kertastjaka sem ég gerði upp fyrir einhverju síðan. Í sevíettustandinn passaði þessi fíni 4ra hólfa glerbakki sem ég fékk í Góða Hirðinum og hann hýsir hnetur til að maula á yfir daginn auk fallegra skraut jarðaberja.



Flotti barinn minn sem ég keypti í Tékk Kristal á sínum tíma fékk líka smá makeover en hann hýsti Herbalife safnið mitt. Var í raun aldrei búin að ákveða hvernig hann ætti að vera. Þannig að morgunverðar hlutirnir fóru hingað yfir og ég á eftir að kaupa mér 2 fínar 2L glerkrúsir til að setja morgunkornið í.



Annars er ég mikið að pæla í því hvort ég eigi kannski að spreyja þennan hvítan? Hvað finnst ykkur?


Best Blogger Tips