sunnudagur, 16. september 2012

Súlurnar.......

.... voru loksins málaðar í fyrradag en þær voru orðnar dálítið lúnar, upplitaðar og illa farnar. Ég réðst í það verkefni í tilefni þess að við vorum að bjóða í 30 ára afmælisveislu bóndans daginn eftir. En svona litu þær út, þið kannski afsakið draslið í bakgrunninum :) það var verið að vinna í því að taka til ;)




Þá var bara að skella sér í verkið og þvílíkur munur bara að sletta smá málningu á þessa stubba:




En með því að mála þetta þá sér maður hvað það verður flott og mikill munur þegar stiginn verður tekinn og málaður.


Ef ég þekki mig rétt þá verð ég búin að því áður en ég veit af ;) Ég er með nokkurn veginn hugmynd hvernig ég vil hafa hann en þetta er svona allavega smá inspiration af Pinterest:


Haldiði að það verði ekki munur ???

Kveðja Birna

P.s. svona leit kökuborðið og kræsingarnar út í afmælisveislunni í gær :P






Best Blogger Tips

1 ummæli:

  1. Vá þvílíkur munur :) dugnaður í þér skvís :)
    kveðja að austan,
    Halla

    SvaraEyða