Sýnir færslur með efnisorðinu brúðkaup. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu brúðkaup. Sýna allar færslur

þriðjudagur, 26. nóvember 2013

Brúðkaups salurinn....

...... var heldur óvenjulegur, enn og aftur eins og flest í okkar brúðkaupi.
Þannig vildum við einmitt hafa það !!

Við vorum búin að velja þennan stað áður en við trúlofuðum okkur :) það var eitthvað svo heillandi við þennan stað. Auðvitað ætluðum við okkur að hafa athöfnina úti við sjóinn en veðurguðirnir voru okkur ekki hliðhollir. En þá var það bara plan B, ekkert til að svekkja sig of mikið yfir.

Hér eru nokkrar myndir af húsinu eins og það leit út áður en allt var skrúbbað og skreytt.

   

Húsið séð að utan


Risa 300 fm skemma in the middle of nowhere :)


Skemmuhurðin, dálítið lúin


Dálítið óskýr en hér sést hvað það var svakalega mikið af dóti þarna inni


Allskonar tæki og tól



Hinn endi hússins, það er nóg til 


Þá var byrjað að skúra og skrúbba


Inngangurinn var frekar sjabbý, þarna var búið að taka út drasl og búið að þrífa yfir einu sinni.


Búið að mála innganginn, allt önnur aðkoma


Aðeins búið að sjæna til í "eldhúsinu". Það gafst ekki tími til að mála hér þó maður hefði viljað.


Stund milli stríða, búið að færa allt út og nú var bara að raða aftur inn í einn enda hússins.


Hér er búið að raða í eitt hornið, nokkrir aukahlutir sem áttu eftir að fara út.


Þá hófst vinnan við að setja dúk í loftið


Eiginmaðurinn minn :)


Hentugt að eiga svona traktor ;)


Þá var dúkurinn og 100 METRA serían komin í loftið


Síðan saumaði ég þetta tjald fyrir til að stúka af allt draslið bakvið. 
Einhvers staðar verða vondir að vera ekki satt ?


Svo var endanlegt skrúbb og nóg af hreinsiefni til að ná sem mestu af olíulyktinni ;)


Hljómsveitarpallurinn kominn


Hann var svo klæddur í fín föt


Þá var bara að raða upp borðum og stólum, dúka og leggja á borð


Sæti fyrir rúmlega 150 manns


Skreytt með krukkum, hjörtum og "blómin" voru þurrkaðar fífur



Allir fengu gestagjöf sem var heimagerð rabbabarasulta, borðamerkingar voru dúllur með nöfnum gestanna.


Unga fólkið fékk Nóa Kropp í sínar krukkur


Háborðið skreytt og tilbúið


Það var útséð með að athöfnin yrði að fara fram inni, þannig að heimasmíðaði boginn var settur upp við sviðið og skreyttur. Bakvið kom svo tjald sem var sett upp þegar ljósmyndaranir komu.


Presturinn mættur....


....og við orðin hjón.


And they lived happily ever after 


Knús

Birna
Best Blogger Tips

þriðjudagur, 8. október 2013

Hringapúðinn....

.... var einnig saumaður af mér. Langaði ekki í þennan týpíska satínpúða heldur eitthvað sem passaði betur við þemað; pastel, blúnda og rómantík. Hér er þessi týpíski satínpúði, mjög fallegur en ekki það sem mig langaði í.


Þannig að ég fór að kíkja á þau efni sem ég átti til, ég geymi allskonar efni eins og t.d. gamla boli, kjóla og þess háttar. Einnig hefur mamma verið dugleg að gefa mér gömul efni frá sér. Þaðan kemur þessi nýtni. Það sem kom upp úr krafsinu var gömul ferskjulituð skyrta frá mér, gamlar gardínur frá mömmu og eitt nýtt efni sem ég fékk í búðinni Twill í Fákafeni.


Ég byrjaði á því að sauma innri púða úr hvítu efni og tróð inn í hann úr gömlum púðum sem voru orðnir leiðinlegir. Síðan saumaði ég púðaverið og púðinn kom svona út.


Síðan setti ég satínborða sem ég lét merkja; Birna og Ásgeir 7. 9. 2013 og annan minni til þess að festa hringana. Ég er svo ánægð með púðann.

Knús

Birna

Best Blogger Tips

fimmtudagur, 3. október 2013

Gestabókin - The Guestbook

.... var ekki hefðbundin frekar en allt annað í brúðkaupinu okkar Smileys to free download: Emotion: Joy

Í upphafi var hugmyndin þó önnur en það gekk ekki upp þannig að ég breytti snögglega yfir í þessa hugmynd sem ég fann.... já en ekki hvar á Pinterest. Sjá nánar hér.

********************

.... at our wedding was not traditional, but then again almost nothing was. Originally I had a totally different idea for our guestbook but that didnt work out so I decided on a fingerprint  guestbook after looking at this idea from Pinterest.


Ég þó að sjálfsögðu vildi útfæra þetta öðruvísi, svo ég væri ekki eins og allir hinir

*******

But I wanted to do it a little differently so I wouldnt be like everyone else ;)


Byrjaði á að kaupa þennan ramma í Söstrene Grene. Yndisleg búð og alltaf jafn gaman að labba í gegn og skoða.

******

I started out by buying this blank canvas at a Danish store here in Iceland called Söstrene Grene.


Síðan fann ég silhouette mynd á google sem mér líkaði við og hermdi eftir.

*****

Then I googled a silhouette image that I liked, the one I use can be seen  here. I printed it out but as you can see I changed it a little bit, made the dress longer and added a leg raise. They are also a bit further apart. You can totally play with the images. Then I cut the image out traced it, first with a pencil and then with a superfine black marker. After that I filled it with a bigger marker. 


Fann svo skemmtilegt letur í word og hermdi eftir textanum sem ég vildi hafa.

******

For the text I found a font that I liked in Word, typed in the text and just copied it freehand. First with a pencil and then with a marker.


Eftir á að hyggja hefði ég átt að sleppa þessum línum, en þetta átti að vera bönd í blöðrum og allir myndu setja fingrafarið fyrir ofan í svona kúlu. En það fór ekki alveg þannig haha...

*****

In hindsight a shouldnt have drawn those lines, was supposed to be like strings for the ballons and the fingerprints in a circle above the couple but it didnt come out that way.


En það verður bara að hafa það, maður getur víst ekki stjórnað ÖLLU. 
Þó maður reyni.

*****

But thats too late now, I guess I cant control EVERYTHING, even though I try hahha. 

Eigið góðan dag

*****

Have a good day

Knús - Hugs
Birna
Best Blogger Tips

miðvikudagur, 2. október 2013

Blómastúlkukjólarnir ....

..... voru saumaðir af mér. Ég fann þessa "uppskrift" á Pinterest, en ekki hvað 


Mér fannst hann eitthvað svo krúttlegur, hér er síðan með uppskriftinni.

Ég byrjaði á að finna efni sem hentaði mínu litaþema og ég valdi fallega grænt efni sem ég fékk í Föndru. Síðan keypti ég blúnduefni á tilboði í Rúmfatalagernum. Sko alltaf að græða 

Síðan var bara að hefjast handa.







Þetta er mjög einfaldur en flottur kjóll. Tók mig enga stund að sauma tvo.

Hér er svo fyrirsætan mín að prófa kjólinn fyrir frænkur sínar, já það er svona að eiga bara stráka 


Mér finnst hann svo sætur !!

Hér er svo önnur blómastelpan, hún heitir Hafrún Fía.


Skórnir fengust i HM og voru strákarnir okkar í eins, nema sægrænum :)

Fannst þeir bara heppnast svo vel !!

Knús Birna

Best Blogger Tips