Sýnir færslur með efnisorðinu Bakstur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Bakstur. Sýna allar færslur

fimmtudagur, 25. apríl 2013

Hvað er að frétta með mig eiginlega....

..... það er komið á 8 viku síðan ég bloggaði seinast !! Greinilega mikið að gera hjá húsfrúnni þessa dagana. En það er bara akkurat þannig, ég hef lítið verið að bralla annað en að sinna heimilinu, börnunum og baka sykurmassakökur. Það er sko nóg að gera í þeim bransa en það er líka bara æðislega gaman.

Ég ákvað þvi bara að sýna ykkur nokkrar kökur sem ég hef verið að gera nýlega.















Mér finnst svo gaman að gera þessar mismunandi útfærslur af kökum og gera eitthvað nýtt og spennandi. 
Ég reyni helst að hafa enga köku eins.

Kökuknús ;)
Birna
Best Blogger Tips

miðvikudagur, 6. mars 2013

DIY gröfufánar á bollakökur

Í dag 6. mars á elsku drengurinn minn hann Frosti Þór 2 ára afmæli.


Hann færir foreldrum sínum mikla gleði á hverjum degi með grallaralega brosinu sínu.


Frosti fór í tilefni dagsins með gröfubollakökur á leikskólann til að færa börnunum á deildinni sinni.


Alveg heillaður af gröfuskrautinu sem er meðal annars tilefni þessa pósts. Ég var mikið að hugsa um það um daginn hvernig ég ætti að skreyta kökurnar. Vildi setja einhvað tengt gröfum/vinnuvélum og ég komst ekki í það að búa til úr sykurmassa. Þá ákvað ég að búa til þessa gröfufána, tók mjög lítinn tíma og er mjög einfalt.


Byrjaði á því að googla construction cartoon minnir mig og fann þar þessa mynd:


Þannig að ég bara prentaði hana út í þeirri stærð sem ég vildi. Klippti út þannig að það var sami bíllinn á einum miða, s.s. langsum. Síðan tók ég tannstöngla og límstifti, setti lím á miðana, tannstöngulinn í miðjuna og lokaði fyrir. Reddý !!! Einfalt ekki satt???

Knús
Birna



Best Blogger Tips

laugardagur, 16. febrúar 2013

Sykurmassafjör part 2....

.... þar sem ég hef svo gífurlegan áhuga á bakstri og sykurmassa þá fór ég að taka að mér að baka fyrir  vini og vandamenn. Skírnarveislur, afmælisveislur og fermingarveislur. Það er bara gaman :) 










Maður verður klárari og klárari í þessu sykurmassaæði eftir því sem maður gerir fleiri kökur. 
Fær meira sjálfstraust og svona.





Mér finnst þetta ÆÐI !!!

Ég reyni að hafa hverja köku einstaka og enga alveg eins.
Það er það sem er svo skemmtilegt við sykurmassann. 
Maður getur gert hvað sem er, bara vinna úr frá þema og hafa nógu mikið hugmyndaflug.

Eigið góðan laugardag
Knús Birna

Best Blogger Tips

föstudagur, 15. febrúar 2013

Sykurmassafjör...

.... eitt af mínum uppáhalds áhugamálum er að baka. 
ÉG ELSKA AÐ BAKA OG SKREYTA KÖKUR !! 
Síðan ég eignaðist mitt fyrsta barn 2007, þá hef ég alltaf gert mikið úr afmælunum 
og þá verið með þema í hvert skipti. 

Hjá Óliver hefur verið; 
Bangsímon, 
Kungfu panda, 
Dóra landkönnuður, 
Spiderman 
og seinast Hauskúpur. 







Já strákurinn er að fullorðnast :) í ár verður eitthvað skemmtilegt... við erum að velta fyrir okkur nokkrum möguleikum og Óliver hefur svo gaman af því að skoða og pæla.

Svo er miðjustrákurinn minn hann Frosti næstur en hann verður 2ja ára þann 6. mars og ég er löööööngu byrjuð að pæla. Það kemur kannski engum á óvart sem þekkja hann að gröfur, traktorar og önnur tryllitæki eru mjög vinsæl og því verður það að þemanu í ár.

Í fyrra vorum við ekki heima hjá okkur vegna framkvæmda í húsinu og ég ætlaði alltaf að halda aðra flottari veislu með þema en svo leið tíminn og það bara hafðist ekki. En hann fékk að sjálfsögðu veislu og ég gerði þessa köku fyrir hann:


...... ohhh ÉG ELSKA AFMÆLISVEISLUR !!!

Knús Birna



Best Blogger Tips

mánudagur, 23. júlí 2012

Á elskulega afmælismömmu í dag...

........ og ég fór að því tilefni í heimsókn til hennar ásamt mínum heittelskaða og strákunum mínum. Óliver sá eldri sá um að skreyta afmælispappírinn sem var settur utan um aðra gjöfina sem var ömmukerti og fékk að færa henni. Sá yngri, Frosti, gaf henni gjafapoka með Gullkornum dagsins.

Amman var síðan vakin með knúsi og kossum. Þegar hún var komin á fætur þá beið hennar morgunverðarhlaðborð með nýbökuðu brauði, áleggi, rjúkandi kaffi og fallegum bollakökum.

Því miður gleymdi húsfreyjan myndavélinni heima, ég tók samt tvær á símann en ég afsaka gæðin, þau eru ekki uppá marga fiska.


Fallegi pakkinn sem Óliver færði ömmu sinni


Vanillubollakökur með bleiku piparmyntu smjörkremi


Það er svo gaman að gleðja aðra.

knús Birna

Best Blogger Tips