Sýnir færslur með efnisorðinu Hugmyndir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Hugmyndir. Sýna allar færslur

föstudagur, 5. október 2012

Vikan...

... er búin að líða alvega ótrúlega hratt. Ég hef ekkert sett inn síðan á miðvikudaginn í seinustu viku, var bara að fatta það núna. En mér til varnar þá er ég búin að vera mjög upptekin og ekki setið auðum höndum. Barnaherbergi nr. 3 er langt komið, ég er búin að mála það sem þarf að mála. En hinsvegar vantar mig nokkra hluti inní herbergið áður en ég vil sýna það :) Þannig að þið verðið að bíða aðeins lengur.


Síðan er annað skemmtilegt verkefni sem ég er búin að vera í. En hér á Patreksfirði eru haldin svokölluð Krúttmagakvöld fyrir konur. Hrikalega skemmtilegt kvöld með fallegum konum á öllum aldri sem koma saman og skemmta sér. Veislustjóri að þessu sinni er hinn eini sanni Heiðar snyrtir og einnig mun Geir Ólafs koma og trylla Vestfirskar meyjar eins og honum einum er lagið. 
Þemað í ár er Íslensk hönnun, kjólar og skart.

Ég bý ekki svo vel að eiga neitt slíkt enda hef ég yfirleitt haft meiri áhuga á að skreyta heimilið en mig sjálfa og eyði frekar meira í það en í sjálfa mig :) En ég tók mig þá bara til og hannaði kjól á sjálfa mig þar sem ég á hvort eð er á engan kjól til að fara í þar sem ég er 33 vikur gengin og flest allt farið að þrengja verulega að.


Ég byrjaði á því að skoða hjá bestasta vini mínum Google nokkrar hugmyndir af auðveldum óléttukjólum/kjólum sem ég gæti saumað mér. Hér eru nokkrar hugmyndir sem gripu mig:





Ég hafði keypt mér efni í búðinni Twill þegar ég var seinast í höfuðborginni þannig að það var ekkert annað að gera en að hefjast handa. Ég fór ekki eftir neinni uppskrift heldur var þetta meira svona samsuða úr mörgu. Ég ætla ekki að sýna gripinn núna samt sem áður heldur posta ég mynd á laugardaginn þegar ég er búin að dressa mig alla upp. Vona að allar séu sáttar við það.

Síðan var hugmynd hjá "saumaklúbbnum" sem ég er í að útbúa eitthvað skart saman. Ákveðið var að útbúa höfuðskraut. Ég fór þá aftur til Google vinar míns og rakst þar á þessa hugmynd sem er mjög einföld og ótrúlega flott. Þannig að við verðum allar algjörar skvísur í hönnun eftir okkur sjálfar :9

Ekki slæmt það !! 
Maður reddar sér í sveitinni ;)


Hér getiði séð leiðbeiningar um hvernig á að útbúa sér svona sætt skraut í hárið.


Jæja ég vona að þið eigið súper helgi framundan og ég hlakka til að sýna ykkur dressið mitt.



Knús

Birna

Best Blogger Tips

föstudagur, 13. júlí 2012

Vinkonuhittingur....

.... seint á fimmtudagskvöldi, var svo ljúfur. Ég bauð nokkrum skvísum í vöfflur og heitt súkkulaði í kvöld. Dekkaði borðið fínt upp og gerði kósí fyrir okkur.

Alveg æðislegt kvöld, takk fyrir komuna stelpur.


Kaffistellið er úr Ilvu og fjölnota servíetturnar frá Lin design


Þessa svörtu glerdiska fékk ég í afmælisgjöf í fyrra



Löberarnir úr IKEA að sjálfsögðu :)


Læt svo fylgja með eina mynd af arinhillunni minni, var að prófa smá nýtt :) 
Er alltaf að grafa eitthvað nýtt uppúr kössunum mínum


Þetta fuglabúr féll ég fyrir í Söstrene Grene, elska þessa búð !!!

Knús á ykkur
Birna


Best Blogger Tips

þriðjudagur, 12. júní 2012

Borðstofusettið....

.... er loksins tilbúið, YAY !!! búið að taka tíma en það var alveg þess virði. Ætlaði síðan að taka þátt í pinterest áskorun hjá Dossu í Skreytum hús en ég var því miður ekki tilbúin með verkið áður en áskoruninni lauk. En ég set þetta samt sem áður hér inn hjá mér svo þið getið séð. Hérna kemur fyrirmyndin af pinterest sem ég er búin að dást mikið og lengi að:

love the red dining chairs

Fannst þetta combo eitthvað svo ÉG. Finnst svona hárauðir stólar bara alveg geggjaðir og ég bara varð að prófa. Ég er bara nokkuð sátt við útkomuna.


Svona til að rifja upp þá leit borðstofusettið mitt svona út.


Keypti það notað fyrir sirka 5 árum á 15 þúsund krónur og það hefur reynst mér vel. Á þessum tíma var ég mikið með húsgögn í þessum kirsuberja lit. Núna er ég hinsvegar komin með hvítu delluna á alvarlegu stigi og er að mála allt sem ég á hvítt. Það er svo gaman að breyta.






Ég er svo sátt, hvað finnst ykkur?

Best Blogger Tips

fimmtudagur, 1. mars 2012

Pinterest dagur

Hvað ég get verið lengi að skoða og skoða og skoða .... á Pinterest. Þetta er algjör snilldarsíða, líka til þess að geyma allar þessar hugmyndir sem manni langar að framkvæma. Áður setti ég síður í favorites en þetta er miklu aðgengilegra. Hérna ætla ég að sýna nokkrar hugmyndir sem hafa kveikt áhuga minn á síðustu dögum.


Fallegur texti á vegg








Best Blogger Tips

laugardagur, 21. janúar 2012

Hef ég sagt ykkur hvað ég elska PINTEREST?

Ég get gleymt mér þarna inni í marga klukkutíma stundum. Það eru óteljandi hugmyndir sem maður rekst á og þá getur maður "pinnað" og svo safnar maður þessum hugmyndum saman í flokka að eigin vild. Ég safna mjög mikið í saumahugmyndir, ýmislegt föndur og hugmyndir til að fegra heimilið. Hér koma nokkrar sniðugar hugmyndir sem hugtóku mig.












Sætt í svefnherbergið


Best Blogger Tips

þriðjudagur, 1. nóvember 2011

Þemavinna í grunnskólanum

Mig langaði til að sýna ykkur það sem nemendurnir mínir eru að gera í skólanum en það voru þemadagar fyrir stuttu hjá okkur og við tókum fyrir landið Ástralíu. Úr varð rosalega flott og mikið verkefni hjá þeim. Ég læt myndirnar tala....


Kóralrifið mikla



Allir gerðu sæta kóalabirni og kengúrur úr klósettpappírsrúllum



Flottar slöngur



Boomerang



Kort af Ástralíu



Að lokum eru listamennirnir sjálfir hér með frumbyggjagrímur
Best Blogger Tips

sunnudagur, 7. ágúst 2011

Velkomin á króksbloggið


Við fjölskyldan erum að festa kaup á gömlu timburhúsi frá árinu 18960 sem við fáum afhent 1. september. Það þarf ýmislegt að gera við það en líka margt sem við viljum bara breyta, þó það sé kannski ekki nauðsynlegt :) en vilja það ekki allir?

Ég hef verið alveg niðursokkin í að skoða bloggsíður undanfarna mánuði með hinum ýmsu hugmyndum, fyrir/eftir myndum, breytt húsgögn, DIY, saumasíðum, prjónasíðum og you name it. Maður getur alveg misst sig í að skoða þetta allt saman, og allt langar manni auðvitað að gera. En á þessari síðu ætla ég að sýna ykkur þær breytingar sem við komum til með að gera á húsinu okkar ásamt fleiri verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur.

Vona að einhver hafi gaman af því að fylgjast með þessu hjá ykkur og endilega skiljið eftir athugasemdir svo maður viti hverjir eru að fylgjasts með.

Ég læt fylgja með hér nokkrar hugmyndir sem ég hef heillast af, kveðja Birna










Best Blogger Tips