sunnudagur, 7. ágúst 2011

Velkomin á króksbloggið


Við fjölskyldan erum að festa kaup á gömlu timburhúsi frá árinu 18960 sem við fáum afhent 1. september. Það þarf ýmislegt að gera við það en líka margt sem við viljum bara breyta, þó það sé kannski ekki nauðsynlegt :) en vilja það ekki allir?

Ég hef verið alveg niðursokkin í að skoða bloggsíður undanfarna mánuði með hinum ýmsu hugmyndum, fyrir/eftir myndum, breytt húsgögn, DIY, saumasíðum, prjónasíðum og you name it. Maður getur alveg misst sig í að skoða þetta allt saman, og allt langar manni auðvitað að gera. En á þessari síðu ætla ég að sýna ykkur þær breytingar sem við komum til með að gera á húsinu okkar ásamt fleiri verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur.

Vona að einhver hafi gaman af því að fylgjast með þessu hjá ykkur og endilega skiljið eftir athugasemdir svo maður viti hverjir eru að fylgjasts með.

Ég læt fylgja með hér nokkrar hugmyndir sem ég hef heillast af, kveðja Birna










Best Blogger Tips

2 ummæli:

  1. Til hamingju með kaupin á húsinu og takk fyrir innlitið. Þetta er spennandi verkefni og ég mun fylgjast spennt með fyrirhuguðum breytingum, hlakka til að sjá fleyri myndir af húsinu.
    kv Stína

    SvaraEyða
  2. til hamingju með nýja húsið og mér finnst alltaf svo spennandi að fylgjast með svona enda forfallin áhugamanneskja á innanhússkipulagi svo bara gangi ykkur svaka vel og hlakka til að sjá fleiri myndir
    kv ásta gýmis

    SvaraEyða