fimmtudagur, 20. september 2012

Verðlaunasafn....

... okkar Ásgeirs samanstendur af yfir 300 verðlaunapeningum og nokkrum bikurum, flest fengið fyrir góðan árangur í frjálsum íþróttum. Við erum bæði mikið íþróttafólk og byrjuðum ung að keppa, enda var það líka þannig sem við kynntumst fyrst... á Frjálsíþróttamóti Hrafnaflóka á Bíldudal.

Við vildum ekki hafa alla þessa verðlaunapeninga ofan í kassa og veltum því fyrir okkur hvar við gætum komið þessu upp. Það voru nokkrar staðsetningar athugaðar og að lokum var ákveðið að setja safnið upp á vegg í sjónvarpsherberginu. Upphaflega leit herbergið svona út:


Síðan var málað hvítt og við fjárfestum í risa kósísófa úr Ego Dekor sem við gjörsamlega elskum. Þessi mynd er tekin um jólin í fyrra.
Eftir framkvæmdir í vor/sumar réðumst við svo í að setja ljóst plastparket á gólf sem samsvaraði sér vel við ljósa korkparketið í stofunni og eldhúsinu. En back to the real story ;) svona var veggurinn áður en við fórum í verðlaunasafns-verkefnið :)


Frekar tómlegt enda bara verið að bíða eftir að gera eitthvað annað við hann. Við keyptum 2 hvítar lack hillur í IKEA, aðra 1.90 og hina 1.10. Síðan lét ég útbúa fyrir mig 3 m x 50 cm langan svamp sem við ætluðum að setja á plötu og bólstra síðan yfir. Efnið fengum við í Rúmfó á 1495.-

Svona lítur svo meistaraverkið út :)
Við erum bara alveg rosalega sátt við útkomuna


Hvað finnst ykkur um þessa lausn ???

Kveðja Birna

Best Blogger Tips

3 ummæli:

 1. mjög flott hjá þér :)
  Jóhanna Gísla

  SvaraEyða
 2. Ekkert smá safn! Og lausnin er flott :-)

  SvaraEyða
 3. Svei mér þá ef að ég stel ekki þessari hugmynd bara, er einmitt með alla mína verðlaunagripi ofaní kassa og er að lenda í vandræðum með verðlaunin hjá krökkunum. Þetta kemur rosalega vel út.

  SvaraEyða