miðvikudagur, 19. september 2012

Borðstofuljósið......

....... enduðum við á að kaupa í IKEA. Við fórum í leiðangur þegar við vorum að gera húsið klárt og fundum ekkert sem við alveg féllum fyrir. Þannig að við ákváðum að kaupa TIDIG loftljós og skipta frekar út þegar við myndum finna eitthvað annað.



Vildi allavega fá svona langt ljós yfir stofuborðið og hugsaði mér þá að ég gæti þá skreytt það að vild, eftir árstíð eða tilefni. Ég byrjaði á að skreyta það með grein með rauðum berjum sem ég átti til.


Það passaði vel í þessu kósí vöffluboði sem ég var með fyrir nokkrar góðar vinkonur.

Það er svo skemmtilegt að geta skipt þessu svona út. Á mánudaginn þá fórum við á Ísafjörð í vaxtasónar til að meta hvort krílið okkar litla væri ekki að stækka eins og það ætti að vera að gera. Það kom allt vel út og því leið bara rosalega vel þarna inni. Allar mælingar voru eins og þær áttu að vera, litla krúttið orðið um 7 merkur en ég er gengin 31 viku.


Hér er ein andlitsmynd af krúttinu okkar, mér sýnist það ætla að fá nefið frá Frosta bróður sínum :)

En allavega í þessari ferð fórum við í smá búðarrölt og kíktum meðal annars inní Húsasmiðjuna. Þar fann ég þessa yndisfríðu lengju með kristöllum og ég BARA VARÐ !!! 
sá hana svo fyrir mér á ljósinu góða.



Er þetta ekki fallegt ???

Ég kveð ykkur í dag með myndum af ljúffengum bollakökum sem voru snæddar hér í kaffitímanum. Súkkulaði bollakökur með vanillukremi.

Kveðja Birna




Best Blogger Tips

6 ummæli:

  1. duglega stúlka!!

    kv. Bríet

    SvaraEyða
  2. Þú ert svo mikill fagurkeri og dundari, unun að sjá allt sem þú tekur þér fyrir hendi. Heitir það ekki þúsundþjalasmiður og dugnaðarforkur? Takk fyrir mig, gaman að fá að sjá hvað þú ert að gera. Kv Guðrún

    SvaraEyða
    Svör
    1. Takk fyrir hólið :) maður fer bara hjá sér. Æðislegt að vita að aðrir hafi gaman af því að fylgjast með :)

      kem með annan póst í dag

      Eyða
  3. mér finnst textabrotið á veggnum stela senunni í þessum pósti - love it!

    SvaraEyða
    Svör
    1. já það er ótrúlega flott, enda var sérpóstur um það á undan :)

      Eyða