Sýnir færslur með efnisorðinu Saumaskapur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Saumaskapur. Sýna allar færslur

föstudagur, 7. mars 2014

Öskudagur 2014...

.... ég er ein af þeim sem ELSKAR þennan dag og já bara þessa búninga, búa til gervi.... finnst þetta svo skemmtilegt og gaman að búa til búningana sjálf. Ég er minna fyrir þessa tilbúnu búninga, það er gaman að hafa aðeins fyrir hlutunum, mér finnst það gera það meira virði fyrir mig. En það er bara ég :) Allavega fyrir öskudagsballið sjálft en hinsvegar eru notaðir tilbúnir búningar í skólann og leikskólann. 

Í fyrra fóru Óliver og Frosti sem Karíus og Baktus, Nói var Valli í "Hvar er Valli?" og mamman var indjánastelpa. Í leikskólann fóru sjóræningi og kúreki.




Í ár fór Bósi í leikskólann og Eldmaðurinn í grunnskólann



Á öskudagsballinu sjálfu urðu hér til Hulk hinn ógurlegi, hræðilegt Zombie og Múmía. Nói litli varð að vera eftir heima hjá pabba en hann var fárveikur greyið. Hann átti að vera garðálfur, ohh það hefði verið svo sætt.


Svona var Hulk hinn ógurlegi


Hann valdi sjálfur að vera Hulk og það var nú nokkuð einfaldur búningur. Við áttum til grænan bol sem var að verða of lítill, þannig að ég þrengdi hann bara aðeins svo hann yrði strekktur á Frosta og litaði svo útlínur af vöðvunum með túss. Buxurnar voru buxur sem átti að fleygja. Ég þrengdi þær líka, klippti og reif þannig að þær yrðu sjúskaðar. Síðan var bara smá græn málning á andlitið, svartur litur til að skerpa á og hárið spreyjað svart.


Síðan var "unglingurinn" zombie, sem er svona líka inn í dag.


Við leituðum af fötum í grímubúningakassanum og fundum þessar svörtu buxur sem ég varð bara að þrengja aðeins og svo voru þær klipptar til og gerðar sjúskaðar/rifnar. Bolurinn var gamall bolur af mér sem ég lagaði aðeins til, rifum til og minnkuðum.


Hann er góður leikari strákurinn, alveg í karakter.


Síðan var komið að gervinu, gerviskinnið er búið til úr skólalími og klósettpappír. Já þetta er alveg ótrúlegt hvað er hægt að gera. Við vorum að googla, ég og Óliver, til að finna búninga og rákumst þá á þetta. Ákváðum að slá til og þetta heppnaðist bara alveg ótrúlega vel.

Síðan var bara að mála drenginn, gera mar og fleiri sár. Síðan var notast við gerviblóð til að gera þetta ennþá meira raunverulegt. Hann skelfdi sko marga á þessu balli get ég sagt ykkur.

Jæja nú hef ég góðan tíma til að hugsa hvaða búninga skal hafa að ári. Ekki seinna vænna ;)

Knús 
Birna







Best Blogger Tips

fimmtudagur, 6. mars 2014

Kannski kominn tími....

..... á að halda áfram með þetta blessaða blogg. Seinasta færsla var gerð 19. desember... ég bara hálf skammast mín. En nú skal úr því bætt en fyrst að ég skildi seinast við í jólamánuðinum þá er best að loka þeim kafla og sýna ykkur jóla vinkonugjafirnar í ár. En ég byrjaði á því í fyrra að færa nokkrum góðum vinkonum smá jóla vinkonugjöf. Til að minna ykkur á þá voru gjafirnar árið 2012 svona:


Hægt að sjá heildarfærsluna hér. En þetta var nú mjög einfalt og ódýrt en það er alltaf gaman að gleðja aðra.

Í ár notaði ég líka bara það sem ég átti til, gamalt efni, borða og fyllingu innan úr púðum sem ég var hætt að nota, úr því urðu þessi sætu vinkonuhjörtu.




Með þessu fylgdi síðan súkkulaðiskeið til að búa til heitan súkkulaðidrykk, sykurpúðar og piparmyntubrjóstsykur. Súkkulaðiskeiðinni var einfaldlega hrært út í bolla af heitri mjólk og þá var komið heitt súkkulaði. Ekkert betra á köldu vetrarkvöldi en heitt súkkulaði.


Þannig var það nú. Svo var líka leynivinaleikur í þorpinu og eru það þá fjölskyldur sem taka þátt og koma hvort öðru á óvart með gjöfum. Langaði bara að sýna ykkur hvað við vorum með.


Byrjuðum á að færa þeim nýbakað bananabrauð, kerti og jólakakó fyrir fjölskylduna.


Næst var þessi krúttlegi jólasveinasleði sem færði þeim spil og nammi :)


Að lokum var sveitahryggur fyrir fjölskylduna sem vonandi kom sér vel.

Knús
Birna


Best Blogger Tips

þriðjudagur, 8. október 2013

Hringapúðinn....

.... var einnig saumaður af mér. Langaði ekki í þennan týpíska satínpúða heldur eitthvað sem passaði betur við þemað; pastel, blúnda og rómantík. Hér er þessi týpíski satínpúði, mjög fallegur en ekki það sem mig langaði í.


Þannig að ég fór að kíkja á þau efni sem ég átti til, ég geymi allskonar efni eins og t.d. gamla boli, kjóla og þess háttar. Einnig hefur mamma verið dugleg að gefa mér gömul efni frá sér. Þaðan kemur þessi nýtni. Það sem kom upp úr krafsinu var gömul ferskjulituð skyrta frá mér, gamlar gardínur frá mömmu og eitt nýtt efni sem ég fékk í búðinni Twill í Fákafeni.


Ég byrjaði á því að sauma innri púða úr hvítu efni og tróð inn í hann úr gömlum púðum sem voru orðnir leiðinlegir. Síðan saumaði ég púðaverið og púðinn kom svona út.


Síðan setti ég satínborða sem ég lét merkja; Birna og Ásgeir 7. 9. 2013 og annan minni til þess að festa hringana. Ég er svo ánægð með púðann.

Knús

Birna

Best Blogger Tips

miðvikudagur, 2. október 2013

Blómastúlkukjólarnir ....

..... voru saumaðir af mér. Ég fann þessa "uppskrift" á Pinterest, en ekki hvað 


Mér fannst hann eitthvað svo krúttlegur, hér er síðan með uppskriftinni.

Ég byrjaði á að finna efni sem hentaði mínu litaþema og ég valdi fallega grænt efni sem ég fékk í Föndru. Síðan keypti ég blúnduefni á tilboði í Rúmfatalagernum. Sko alltaf að græða 

Síðan var bara að hefjast handa.







Þetta er mjög einfaldur en flottur kjóll. Tók mig enga stund að sauma tvo.

Hér er svo fyrirsætan mín að prófa kjólinn fyrir frænkur sínar, já það er svona að eiga bara stráka 


Mér finnst hann svo sætur !!

Hér er svo önnur blómastelpan, hún heitir Hafrún Fía.


Skórnir fengust i HM og voru strákarnir okkar í eins, nema sægrænum :)

Fannst þeir bara heppnast svo vel !!

Knús Birna

Best Blogger Tips

fimmtudagur, 12. september 2013

varúð.....

... næstu daga og vikur á örugglega ekki eftir að vera þverfótað fyrir brúðkaups póstum hérna inni.
Vona bara að þið fíliða !!

Fyrsta sem mig langar að sýna ykkur og ég er mjög stolt af er brúðarvöndurinn sem ég föndraði.
Ég sýndi ykkur um daginn nokkur blóm sem ég var að búa til, sjá hér

Hér er hluti blómanna í vendina, ég bjó til einn fyrir mig og svo einn til að kasta


Úr þessu urðu til þessir tveir



Ég er svo ánægð með þá


Elsku pabbi minn að leiða mig inn gólfið


Svo var að kasta litla vendinum, hver grípur?


Yndisleg mynd, Pála frænka greip hann enda ÆTLAÐI hún líka að gera það :)


Hér erum við nýbökuðu hjónin


Verður svo ekki að koma einn koss í lokin? Jafnvel tveir :)



Knús
Birna


Best Blogger Tips

föstudagur, 5. október 2012

Vikan...

... er búin að líða alvega ótrúlega hratt. Ég hef ekkert sett inn síðan á miðvikudaginn í seinustu viku, var bara að fatta það núna. En mér til varnar þá er ég búin að vera mjög upptekin og ekki setið auðum höndum. Barnaherbergi nr. 3 er langt komið, ég er búin að mála það sem þarf að mála. En hinsvegar vantar mig nokkra hluti inní herbergið áður en ég vil sýna það :) Þannig að þið verðið að bíða aðeins lengur.


Síðan er annað skemmtilegt verkefni sem ég er búin að vera í. En hér á Patreksfirði eru haldin svokölluð Krúttmagakvöld fyrir konur. Hrikalega skemmtilegt kvöld með fallegum konum á öllum aldri sem koma saman og skemmta sér. Veislustjóri að þessu sinni er hinn eini sanni Heiðar snyrtir og einnig mun Geir Ólafs koma og trylla Vestfirskar meyjar eins og honum einum er lagið. 
Þemað í ár er Íslensk hönnun, kjólar og skart.

Ég bý ekki svo vel að eiga neitt slíkt enda hef ég yfirleitt haft meiri áhuga á að skreyta heimilið en mig sjálfa og eyði frekar meira í það en í sjálfa mig :) En ég tók mig þá bara til og hannaði kjól á sjálfa mig þar sem ég á hvort eð er á engan kjól til að fara í þar sem ég er 33 vikur gengin og flest allt farið að þrengja verulega að.


Ég byrjaði á því að skoða hjá bestasta vini mínum Google nokkrar hugmyndir af auðveldum óléttukjólum/kjólum sem ég gæti saumað mér. Hér eru nokkrar hugmyndir sem gripu mig:





Ég hafði keypt mér efni í búðinni Twill þegar ég var seinast í höfuðborginni þannig að það var ekkert annað að gera en að hefjast handa. Ég fór ekki eftir neinni uppskrift heldur var þetta meira svona samsuða úr mörgu. Ég ætla ekki að sýna gripinn núna samt sem áður heldur posta ég mynd á laugardaginn þegar ég er búin að dressa mig alla upp. Vona að allar séu sáttar við það.

Síðan var hugmynd hjá "saumaklúbbnum" sem ég er í að útbúa eitthvað skart saman. Ákveðið var að útbúa höfuðskraut. Ég fór þá aftur til Google vinar míns og rakst þar á þessa hugmynd sem er mjög einföld og ótrúlega flott. Þannig að við verðum allar algjörar skvísur í hönnun eftir okkur sjálfar :9

Ekki slæmt það !! 
Maður reddar sér í sveitinni ;)


Hér getiði séð leiðbeiningar um hvernig á að útbúa sér svona sætt skraut í hárið.


Jæja ég vona að þið eigið súper helgi framundan og ég hlakka til að sýna ykkur dressið mitt.



Knús

Birna

Best Blogger Tips