fimmtudagur, 6. mars 2014

Kannski kominn tími....

..... á að halda áfram með þetta blessaða blogg. Seinasta færsla var gerð 19. desember... ég bara hálf skammast mín. En nú skal úr því bætt en fyrst að ég skildi seinast við í jólamánuðinum þá er best að loka þeim kafla og sýna ykkur jóla vinkonugjafirnar í ár. En ég byrjaði á því í fyrra að færa nokkrum góðum vinkonum smá jóla vinkonugjöf. Til að minna ykkur á þá voru gjafirnar árið 2012 svona:


Hægt að sjá heildarfærsluna hér. En þetta var nú mjög einfalt og ódýrt en það er alltaf gaman að gleðja aðra.

Í ár notaði ég líka bara það sem ég átti til, gamalt efni, borða og fyllingu innan úr púðum sem ég var hætt að nota, úr því urðu þessi sætu vinkonuhjörtu.
Með þessu fylgdi síðan súkkulaðiskeið til að búa til heitan súkkulaðidrykk, sykurpúðar og piparmyntubrjóstsykur. Súkkulaðiskeiðinni var einfaldlega hrært út í bolla af heitri mjólk og þá var komið heitt súkkulaði. Ekkert betra á köldu vetrarkvöldi en heitt súkkulaði.


Þannig var það nú. Svo var líka leynivinaleikur í þorpinu og eru það þá fjölskyldur sem taka þátt og koma hvort öðru á óvart með gjöfum. Langaði bara að sýna ykkur hvað við vorum með.


Byrjuðum á að færa þeim nýbakað bananabrauð, kerti og jólakakó fyrir fjölskylduna.


Næst var þessi krúttlegi jólasveinasleði sem færði þeim spil og nammi :)


Að lokum var sveitahryggur fyrir fjölskylduna sem vonandi kom sér vel.

Knús
Birna


Best Blogger Tips

Engin ummæli:

Skrifa ummæli