föstudagur, 7. mars 2014

Öskudagur 2014...

.... ég er ein af þeim sem ELSKAR þennan dag og já bara þessa búninga, búa til gervi.... finnst þetta svo skemmtilegt og gaman að búa til búningana sjálf. Ég er minna fyrir þessa tilbúnu búninga, það er gaman að hafa aðeins fyrir hlutunum, mér finnst það gera það meira virði fyrir mig. En það er bara ég :) Allavega fyrir öskudagsballið sjálft en hinsvegar eru notaðir tilbúnir búningar í skólann og leikskólann. 

Í fyrra fóru Óliver og Frosti sem Karíus og Baktus, Nói var Valli í "Hvar er Valli?" og mamman var indjánastelpa. Í leikskólann fóru sjóræningi og kúreki.
Í ár fór Bósi í leikskólann og Eldmaðurinn í grunnskólannÁ öskudagsballinu sjálfu urðu hér til Hulk hinn ógurlegi, hræðilegt Zombie og Múmía. Nói litli varð að vera eftir heima hjá pabba en hann var fárveikur greyið. Hann átti að vera garðálfur, ohh það hefði verið svo sætt.


Svona var Hulk hinn ógurlegi


Hann valdi sjálfur að vera Hulk og það var nú nokkuð einfaldur búningur. Við áttum til grænan bol sem var að verða of lítill, þannig að ég þrengdi hann bara aðeins svo hann yrði strekktur á Frosta og litaði svo útlínur af vöðvunum með túss. Buxurnar voru buxur sem átti að fleygja. Ég þrengdi þær líka, klippti og reif þannig að þær yrðu sjúskaðar. Síðan var bara smá græn málning á andlitið, svartur litur til að skerpa á og hárið spreyjað svart.


Síðan var "unglingurinn" zombie, sem er svona líka inn í dag.


Við leituðum af fötum í grímubúningakassanum og fundum þessar svörtu buxur sem ég varð bara að þrengja aðeins og svo voru þær klipptar til og gerðar sjúskaðar/rifnar. Bolurinn var gamall bolur af mér sem ég lagaði aðeins til, rifum til og minnkuðum.


Hann er góður leikari strákurinn, alveg í karakter.


Síðan var komið að gervinu, gerviskinnið er búið til úr skólalími og klósettpappír. Já þetta er alveg ótrúlegt hvað er hægt að gera. Við vorum að googla, ég og Óliver, til að finna búninga og rákumst þá á þetta. Ákváðum að slá til og þetta heppnaðist bara alveg ótrúlega vel.

Síðan var bara að mála drenginn, gera mar og fleiri sár. Síðan var notast við gerviblóð til að gera þetta ennþá meira raunverulegt. Hann skelfdi sko marga á þessu balli get ég sagt ykkur.

Jæja nú hef ég góðan tíma til að hugsa hvaða búninga skal hafa að ári. Ekki seinna vænna ;)

Knús 
BirnaBest Blogger Tips

3 ummæli:

 1. Ég er alveg sammála þér með það að búningarnir sem að eru heimagerðir eru miklu skemmtilegri og reyni ég alltaf að gera eitthvað sjál, uglan hjá Díönu var gerð úr gömlu sængurveri og peysu sem að var verða of lítil og fötinn á Emil gerði ég úr ónýtum fötum af Kobba.
  Kv. Fanney Inga

  SvaraEyða
 2. Nákvæmlega, það gerir þetta ennþá skemmtilegra... að nýta það sem er til :) uglubúningurinn var líka æði

  SvaraEyða
 3. Mikð er ég sammála þér með heimagerðu búningana, það er líka svo gaman að fá hugmyndir frá þeim! En mjög vel heppnað hjá þér að vanda :-)

  SvaraEyða