sunnudagur, 9. mars 2014

Frosti Þór 3 ára....

...... var haldið tvöfalt þetta árið. Buðum fjölskyldunni á afmælisdeginum sjálfum, ástæðan var að við ætluðum að halda krakkaveisluna þann daginn en Nói litli var búinn að vera svo veikur að við ákváðum að fresta því um nokkra daga. Amma og afi á Bíldó komu, amma í sveitinni og Doddi og Silja.


Strákurinn var búinn að bíða lengi eftir Diego afmælinu sínu þannig að mamman skellti í eina þar sem krakka afmælið frestaðist um nokkra daga. Hann var mjög ánægður.


Go Diego Go !


Svo var ákveðið að kíla á afmælið á laugardaginn 8. mars.
Eins og sjá má þá var drengurinn mjööööög spenntur :)


Afmælisborðið uppdekkað, allir afmælisgestir með sinn stað við afmælisborðið. Það er algjör snilld að eiga svona sér afmælisborð, en eins og ég hef sagt frá áður er ég búin að nota það síðan 2009 þegar ég útbjó það fyrir 2 ára afmæli Ólivers míns. Getið séð gömlu færsluna hér.


Þennan borða keypti ég á ebay, ásamt pappadiskunum, glösunum og servíettunum.


Svo til að toppa frumskógarþemað þá hengdi ég ræmur af kreppappír í skógarlitum í loftið fyrir ofan borðið.


Fallegi afmælisdrengurinn minn kominn í fínu fötin. Hann er algjört afmælisbarn eins og ég :)


Tilbúinn að taka á móti gestunum.


Vinirnir mættir


Fékk flotta derhúfu frá Friðþjófi vini sínum, þá geta þeir verið alveg eins.


Svona leit afmæliskakan út í ár. Tréhúsið hans Diegos, fallegur foss með blómum í árbakkanum sem Frosti valdi sjálfur að hafa á. Fannst að það yrðu að vera blóm, hann er svo mikið yndi.


Þá er búið að kveikja á kertunum og blysinu sem vakti mikla lukku.


Allir krakkarnir fengu grímur sem ég fann á netinu og prentaði út. 
Afmælisbarnið var að sjálfsögðu Diego.


Litli bróðir var bjór


Friðþjófur var gíraffinn


Tara var ljónið.


Ótrúlega gaman að fá svona marga flotta kakka í heimsókn.

Frosti var alsæll með daginn og fékk mikið af fínum gjöfum.
Takk fyrir komuna allir saman og takk fyrir að skoða síðuna.

Knús
Birna

Best Blogger Tips

3 ummæli:

  1. Vá hvað þetta er flott afmælisþema hjá þér - þú ert greinilega alltaf All-in!
    kv, Gógó

    SvaraEyða
  2. Skemmtilegt og til hamingju með Frosta Þór :) Huginn Breki sat hjá mér og skoðaði myndirnar og fannst Diego þemað sko mjög flott- sérstaklega húsið hans á kökunni :)
    bestu kveðjur frá Seyðis,
    Halla og Huginn Breki

    SvaraEyða
  3. Ótrúlega flott allt saman :)

    SvaraEyða