Sýnir færslur með efnisorðinu Hugrenningar. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Hugrenningar. Sýna allar færslur

laugardagur, 7. september 2013

Stóri dagurinn í dag - 7.9.13....

................. vá hvað ég er spennt :)






Spurning hvort ég taki þennan pól á þetta ;)


Jæja ég ætla að klára te-ið mitt og fara í sturtu og NJÓTA dagsins framundan.

Knús elskurnar <3
Best Blogger Tips

miðvikudagur, 14. nóvember 2012

39 vikur...

.... í dag og ég búin að vera í höfuðborginni síðan á fimmtudaginn seinasta sem skýrir bloggleysið á mér. Nú er ég bara komin til að "bíða" eftir litla gullinu mínu. Er þó eitthvað að stússast þó það sé ekki á heimilinu. Er með hringtrefil á prjónunum og svo eitthvað föndur til þess að stytta mér stundir í biðinni sem ég vona að verði ekki mjög löng en ég er þó ekki orðin óþolinmóð.

Hlakka mikið til að sýna ykkur nýjasta fjölskyldumeðliminn.

Þangað til...... risaknús til ykkar allra.

kveðja Birna
Best Blogger Tips

mánudagur, 7. maí 2012

Núna eru hlutirnir að rúlla...

... enda kominn tími til. Gluggarnir og verktakarnir eru væntanlegir um helgina og þá verður allt klárað. Mikil og löng bið en við erum þó ekki búin að gefast upp, við erum alveg viss um að öll þessi bið eigi eftir að vera þess virði. Við hefðum getað verið búin að gefast upp en við höldum okkar striki.

Ég er byrjuð að mála stólana við borðstofuborðið í aðallit og ég get sagt ykkur það að þeir verða geggjaðir. Þetta er svo akkurat liturinn sem ég var að vonast eftir þannig að það verður gaman að sjá þetta allt saman. Þetta verður eins og nýtt borðstofusett.

Sófinn flotti sem ég sýndi hér að neðan er komin suður til bólstrara og ég valdi áklæði um helgina. Ég ákvað að hafa hann svona tvílitann eins og hann var upprunalega, hann verður æði. Svo bíður mín næsta verkefni en það er að breyta sófaborðinu, það verður eitthvað hrikalega töff.

En jæja nú fer vonandi að komast meiri gangur í bloggið og ég get farið að sýna ykkur meira þegar framkvæmdir hefjast að nýju.

Bestu kveðjur
Birna Best Blogger Tips

miðvikudagur, 14. mars 2012

Smá update

Það virðist vera að þoka til í gluggavandamálunum hjá okkur loksins og við ættum að ná lendingu á morgun að öllum líkindum. En maður þorir nú ekki að staðfesta samt !! Þegar þeir eru komnir í okkar hendur þá á enn eftir að mála þá og glerja. Vona svo innilega að við förum að fá smá break í þessu, við erum búin að lenda í miklu basli og mér finnst við allavega eiga það skilið að allt gangi upp sem eftir er. Nú er bara að krossa fingur og bíða. Á meðan læt ég mig dreyma um heimilið mitt og er farin að sakna þess MJÖG mikið.

Að öðrum skemmtilegri og spennandi nótum þá er ég að fara að hefjast handa við að breyta stofuborðssettinu mínu. Ég ætla að breyta stólunum, lit og sessum og mála borðið sjálft. Hér er mynd af því eins og það er í dag:


Ég býst sterklega við því að taka barnastólinn í yfirhalningu líka, hann verður jú að fitta inn í nýja lúkkið ekki satt. Þetta verður spennandi verkefni, ég ætla að byrja á stólunum, pússa þá upp, grunna og mála. Einnig er ég búin að  kaupa nýtt efni til að skipta um á sessunum. Það verður gaman að sjá lokaútkomuna. Ég er allavega spennt en þið?

Best Blogger Tips

fimmtudagur, 16. febrúar 2012

Verktakarnir koma á morgun

Núna er búin að vera pása á framkvæmdum við mikla gleði hjá húsfrúnni. Mig langar ekkert að komast heim til mín.... (hóst...) Það hefur mest staðið á þessum gluggum hjá okkur sem smiðurinn er búinn að draga allt of lengi að klára. En svona er þetta, nú fer vonandi að sjá fyrir endann á þessu öllu saman.
Áætluð verklok eru núna í marsbyrjun, sem vonandi stenst !!




Enda ekki seinna vænna þar sem það styttist óðum í 
1 árs afmæli litla gullmolans okkar, 
Frosta Þór.


Móðirin er að sjálfsögðu búin að versla aðföng fyrir veisluna, enda veisluglöð kona. Hlakka mikið til að halda uppá fyrsta afmælið hjá þessum brosmilda gaur. Þemað verður flugvélar og bílar, enda mikill tækjakall. 
Kakan verður að sjálfsögðu sykurmassakaka.... búin að skoða nokkrar hugmyndir en fann svosum ekkert sem heillaði mig en ég er alveg með hugmyndina í kollinum. Verður spennandi að sjá útlkomuna.

Það verður nú ekki leiðinlegt að bjóða heim í nýja eldhúsið mitt. Ég þarf einmitt að fara að byrja á að mála og breyta borðstofusettinu mínu. Það verður alveg geggjað en hérna er smá innsýn í því sem ég er að pæla.



Þetta kemur allt í ljós en ég fer að hefjast handa við þetta stóra verkefni 
svo það verði tilbúið þegar við flytjum aftur inn :)




Best Blogger Tips

laugardagur, 31. desember 2011

Nú kveðjum við árið 2011


Ég settist niður við eldhúsborðið mitt í morgun með tebollann minn og fór að hugsa um árið sem er senn að ljúka. Þetta er búið að vera mjög viðburðaríkt ár fyrir litlu fjölskylduna mína. Hér mun ég renna yfir árið hjá okkur.

Við Ásgeir fögnuðum sambandsafmæli okkar þann 13. febrúar.


Á Þorrablóti á Bíldudal. Þarna er ég gengin um 37 vikur


Að sjálfsögðu stendur uppúr að við breyttumst úr lítilli fjölskyldu í Vísitölufjölskyldu :) þegar við Ásgeir eignuðumst annan son.



Drengurinn fæddist 6. mars í miklu snjóveðri og byl. Við mættum upp á fæðingardeild kl:14 og hann var kominn í heiminn 17.32. 17 merkur og 54 cm,
stór og sterkur VestfjarðaVíkingur.



Þann 1. maí var hann svo skírður á afmælisdegi pabba síns
og fékk hann nafnið Frosti Þór.



Frosti Þór


* Byrjaði að velta sér 3 og hálfs mánaða
* Fyrstu tennurnar mættu 25. júlí, tvær í einu :)
* Sat einn og óstuddur 5 mánaða
* Byrjaði að skríða 6 mánaða
* Byrjaði að standa upp 7 mánaða
* Byrjaði að ganga með 8 mánaða



Óliver Logi tók stoltur við nýju hlutverki sem stóri bróðir á árinu. En hann varð 4 ára 11. júlí og að þessu sinni var Spiderman þema í garðpartýinu á Grænabakka (húsið okkar á Bíldudal).





Óliver Logi


* Keppti í frjálsum íþróttum í fyrsta skipti í sumar,
á Unglingamóti HHF og Héraðsmóti HHF
* Stækkaði um heila 8 cm á þessu ári
* Byrjaði í Íþróttaskóla Harðar í október
* Byrjaði á nýjum leikskóla, Arakletti í nóvember





Við hjónin unnum til verðlauna á Héraðsmóti HHF en við komum heim með 5 gull og 1 silfur.




Við fórum í okkar árlega ferðalag í Haukadal í Dýrafirði þar sem fjölskyldan á bústað. Þar fór Frosti í fyrsta skipti í sund og þótti mjög gaman.


Við tókum þá stóru ákvörðun á árinu að kaupa okkur hús saman og flytja yfir á Patró. Við urðum þinglýstir eigendur að Strandgötu 19 þann 17. ágúst. Við fluttum í húsið 28. október, við leigjum út húsið á Bíldudal á meðan en það er einnig á söluskrá.


Þann 1. október voru réttir á Múla í sveitinni okkar og það er alltaf jafn skemmtilegt. Margir voru mættir í sveitina til að hjálpa til.


Í haust byrjaði ég með þyngdaráskoranir sem kallast 6 í shape og er á vegum Herbalife. Fyrsta námskeiðið var haldið á Bíldudal í ágúst og þar tóku 10 konur þátt. Alls losuðu við okkur við 21. kg og 139 cm. Seinna námskeiðið var haldið á Patró og þar tóku 11 konur þátt. Á því námskeiði losuðum við okkur við 30,3 kg og 136 cm. Persónulega tók ég af mér 8,8 kg og 44,5 cm á báðum námskeiðum samanlagt.
Kærkomin kveðja fyrir þau kíló eftir barnsburðinn.


Í ágúst fór ég í afleysingastarf í umsjónarkennslu við Grunnskólann á Bíldudal. Þar var ég að kenna krökkum í 1.-4. bekk. Ég var að kenna fram í miðjan nóvember. Þá tók við að koma húsinu í þokkalegt stand fyrir Jólahátíðina. Það gekk að mestu eftir sem hægt var og voru jólin alveg yndisleg. Á aðfangadag vorum við 4 saman í Króknum og áttum yndislega fjölskyldustund. Á jóladag fórum við til foreldra minna á Bíldudal og á 2. í jólum fórum við til tengdó í sveitina.




Núna einbeitir fjölskyldan sér að því að koma sér vel fyrir í nýja húsinu sínu og stefnan er sett á að byrja endurbætur í janúar á nýja árinu.

Við viljum nota tækifærið og þakka öllum sem hafa hjálpað okkur á árinu. Takk fyrir að allar gjafir sem hafa borist vegna fæðingu og skírnar Frosta Þórs. Takk fyrir þær heimsóknir sem við höfum fengið og þá velvild sem við fundum fyrir þegar við fluttum í Krókinn. En fyrst og fremst takk kæru vinir og fjölskylda fyrir að vera til. Án ykkar væri lífið tómlegra. Sjáumst sem fyrst á nýju ári.

Bestu nýárskveðjur til ykkar allra.
Fjölskyldan í Króknum


Best Blogger Tips

fimmtudagur, 20. október 2011

Máli, máli, máli....

...það tekur á að mála risahús get ég sagt ykkur. En þetta hefst allt og núna er ég búin að klára að mála svefnherbergin og saumaherbergið nema að ég á eftir að mála loftin. Þetta kemur alveg rosalega vel út og ég er mjög ánægð með litina sem ég valdi. Þá er eftir að mála loft, gestaherbergi, salerni og ganginn og þá ætti efri hæðin að vera klár. Ekki seinna vænna því við erum að fara að flytja inn eftir 8 daga.... JÆKS !!!

Hér kemur mynd af strákunum mínum í Ólivers herbergi, smá sneak peak ;)


Næst mun ég setja inn fyrir myndir af húsinu og svo verður hægt að setja fyrir og eftir myndir þegar það fer að koma mynd á efri hæðina. Neðri hæðin verður eitthvað aðeins seinna, það koma menn í það vonandi um miðjan nóv. Best Blogger Tips

mánudagur, 17. október 2011

Er eiginlega búin að skipta um skoðun...

... með hugmyndir fyrir herbergið hjá Frosta. Þessar krúttlegu uglur allsstaðar eru að heilla mig upp úr skónum. Þannig að ég held að ég geri ugluþema í hans herbergi. Sá líka svo fínt efni í RL sem ég ætla að nota inní herbergið ;) en hér koma nokkrar hugmyndir


Svo fallegt



Einfalt en flott



Litríkt og krúttlegt



Kjútness



Flott


Hvernig líst ykkur á þetta? Best Blogger Tips

miðvikudagur, 5. október 2011

Jæja er ekki löngu kominn tími á nýja færslu ???

Við erum ekki enn byrjuð á breytingunum á húsinu og þar af leiðandi er ég ekki svo virk hérna á þessu bloggi bara svo ég afsaki mig aðeins ;) en það styttist. Við erum búin að leigja út húsið okkar á Bíldudal frá og með 1. nóvember þannig að ég er byrjuð að pakka á fullu og fór með fyrstu kassana í Krókinn í gær :) jei !!!


Ég er byrjuð að gera efri hæðina klára fyrir málningarvinnu, löngu búin að velja liti frá Flugger í svefnherbergin og nú er bara að hefjast handa við að mála. Ég valdi litinn Ferskblár fyrir strákana mína. Mér finnst hann vera hlýr og þægilegur og passar fyrir breiðan aldur (ekki of baby-legur ;). Hér koma fyrirmyndir af herbergjum sem ég ætla að styðjast við:





Hjónasvítan verður í rómantískum litum, white rose og misty lillac. Held að það eigi eftir að vera algjör paradís. Hlakka mikið til að gera bakherbergið í hjónaherberginu en þar verður húsfrúin með snyrtiherbergi, ekki slæmt það!!


Ég læt þetta nægja að sinni en næst kem ég með fyrir og eftir mynd af stóra speglinum sem ég er búin að vera að mála og breyta. Hann er orðinn þvílíkt flottur. Stay tuned !!! Best Blogger Tips

laugardagur, 27. ágúst 2011

Komin með lyklavöld :)

Jæja þá erum við "loksins" komin með lyklana af húsinu. Frekar spennandi !!!





Við ætlum að kíkja á það í dag og pæla aðeins í þessu öllu saman. Maður þarf að setja niður áætlun um hvað þarf að byrja á að gera og svona. Ég er svo skipulögð ;) Við munum svo koma til með að klæða húsið uppá nýtt og skipta um alla glugga, færa þá í upprunalegt horf. En í hjónaherberginu á efri hæðinni eru upprunalegir gluggar með einföldu gleri og allavega annar þeirra er brotinn. Það mun breyta húsinu til muna að fá sama "look" á það og var á því þegar það var byggt. Það verður gaman að sjá útkomuna

En fyrsta verkefnið mitt er að gera svefnherbergi drengjanna minna klár. Ég held að við Óliver séum komin á þá niðurstöðu að gera einhvers konar "superhero" herbergi fyrir hann. Þetta er fyrirmyndin sem við fundum á netinu sem við útfærum eftir.


Herbergið hans Frosta er ég ekki alveg búin að ákveða hvernig á að vera, en allavega ætla ég að finna eitthvað sem kemur til með að passa svona næstu 2 árin allavega. Þangað til ég ákveð mig þá skoða ég hugmyndir og hér koma nokkur sýnishorn:





 
 
Kveðja Birna


Best Blogger Tips