Jæja þá erum við "loksins" komin með lyklana af húsinu. Frekar spennandi !!!
Við ætlum að kíkja á það í dag og pæla aðeins í þessu öllu saman. Maður þarf að setja niður áætlun um hvað þarf að byrja á að gera og svona. Ég er svo skipulögð ;) Við munum svo koma til með að klæða húsið uppá nýtt og skipta um alla glugga, færa þá í upprunalegt horf. En í hjónaherberginu á efri hæðinni eru upprunalegir gluggar með einföldu gleri og allavega annar þeirra er brotinn. Það mun breyta húsinu til muna að fá sama "look" á það og var á því þegar það var byggt. Það verður gaman að sjá útkomuna
En fyrsta verkefnið mitt er að gera svefnherbergi drengjanna minna klár. Ég held að við Óliver séum komin á þá niðurstöðu að gera einhvers konar "superhero" herbergi fyrir hann. Þetta er fyrirmyndin sem við fundum á netinu sem við útfærum eftir.
Kveðja Birna
Engin ummæli:
Skrifa ummæli