föstudagur, 19. ágúst 2011

Skúffuskenkurinn úr RL vöruhúsinu ;)

Þennan skenk er ég búin að eiga lengi. Upphaflega var hann úr ómeðhöndlaðri furu en ég bæsaði hann í dökkum lit til að passa við dökka þemað sem ég var svo hrifin af á þeim tíma. En hann er/var í dag orðinn frekar upplitaður og hálf rauður bara þannig að mig langaði að gera eitthvað við hann því þetta er frábær geymsla.

Þar sem ég er að færa mig alveg yfir í hvíta litinn þá ákvað ég að byrja á því að mála hann bara hvítan. Síðan ætla ég að sjá til þegar hann er kominn á sinn stað í nýja húsinu hvort ég geri eitthvað meira við hann. Ég gleymdi að taka fyrir mynd en fann einhverja mynd þar sem hann var á, hún er samt aðeins óskýr en það sést allavega munurinn. Hér kemur fyrir og eftir mynd af gripnum mínum sem nú er eins og nýr :) jeiiii.....


Ég byrjaði á að taka allar höldur af og grunna gripinn. Ég fór 2 umferðir af grunni til að ekkert af brúna litnum myndi ná í gegn. Síðan sparslaði ég í ójöfnur og sandaði létt yfir. Að lokum fór ég 2 umferðir með hvítri olíumálningu og vá hvað þetta er lengi að þorna :) ekki fyrir óþolinmóða en það hafðist og ég er bara hæstánægð með nýja húsgagnið mitt. Prófaði að stilla upp með speglinum sem ég er að mála líka, en hann er ekki alveg tilbúinn. En þetta er farið að lúkka vel.


Kveðja Birna

P.S. Mér hefur alltaf fundist þessar höldur svo flottar og þær fá að njóta sín svo miklu betur núna.

Best Blogger Tips

Engin ummæli:

Skrifa ummæli