.... við sjónvarpssófann er alveg ótrúlega góð hugmynd, þó ég segi sjálf frá ;)
Mér áskotnaðist ferhyrnt palesander sófaborð frá foreldrum mínum, þau höfðu ekki not fyrir það og ætluðu að láta það í GH en ég taldi mig geta notað það með smá breytingu.
Ég gleymdi auðvitað að taka mynd af því áður en maðurinn minn myndaði sögina. En það leit nokkurn veginn svona út, nema hliðarspýturnar eru alveg upp við borðplötuna og á alla kanta.
Við vorum alltaf að vandræðast með hornið við sjónvarpssófann, það var eiginlega bara hálfgerð ruslakista. Það svona já vantaði eitthvað þarna.
Lampinn var líka alls ekki að passa þarna, kom leiðindaglampi á sjónvarpið fyrir þá sem sitja hinum megin í sófanum. Svo bara vildi alltaf safnast drasl þarna.
Fartölvutaska, fartölvubakki, prjónadótið og myndavélin.
Svo væri líka gott að geta lagt frá sér glas eða eitthvað svoleiðis.
Þannig að húsmóðirin lagði húsbóndanum það verkefni að taka borðið í tvennt (ég hjálpaði samt smá til sko), síðan settum við vinkla beint á vegginn í staðinn fyrir að festa borðin alveg við vegginn. Þá er hægt að taka þau frá þegar þarf að þrífa. Já svona erum við ótrúlega sniðug :)
Mér sýnist þetta ætli að vera nýji uppáhalds staðurinn hjá þessu krútti.
Borðið passar akkurat í þetta rými
Ja, Nói er allavega mjög sáttur með þessa breytingu :)
Næsta skref er svo að meðhöndla borðin einhvern veginn, pússa og lakka eða mála.... er ekki alveg búin að ákveða. Ætla að máta þetta aðeins svona, líka sjá til hvað við gerum í sambandi við sjónvarpshirslu, næst á dagskrá er að finna eitthvað skemmtilegra þar. Eins og er erum við með gamla Rúmfatalagers kommóðu sem ég var búin að gera upp, sjá hér. Hún er búin að nýtast vel þessi, minnir að ég hafi keypt hana um 1999. En skúffurnar eru orðnar lúnar og okkur langar bara að fá okkur eitthvað skemmtilegra.
Það eru sko næg verkefnin, þið kannski kannist við þetta :)
Knús út í daginn
Birna
Þið eruð svo hugmyndarík!
SvaraEyðaMjög flott og frábær hugmynd hjá þér Birna
SvaraEyðasniðug lausn!
SvaraEyðaSniðug hugmynd með hliðarborðið.
SvaraEyðaÞað sem ég myndi vilja gera við kommóðuna ef ég ætti eina slíka sem sjónvarpsskenk, væri að skipta um höldur :) Það myndi breyta heilum helling.
Kv. Svanhildur sem var að byrja að lesa bloggið þitt og sér að þetta er eldgömul færsla :)