föstudagur, 5. október 2012

Vikan...

... er búin að líða alvega ótrúlega hratt. Ég hef ekkert sett inn síðan á miðvikudaginn í seinustu viku, var bara að fatta það núna. En mér til varnar þá er ég búin að vera mjög upptekin og ekki setið auðum höndum. Barnaherbergi nr. 3 er langt komið, ég er búin að mála það sem þarf að mála. En hinsvegar vantar mig nokkra hluti inní herbergið áður en ég vil sýna það :) Þannig að þið verðið að bíða aðeins lengur.


Síðan er annað skemmtilegt verkefni sem ég er búin að vera í. En hér á Patreksfirði eru haldin svokölluð Krúttmagakvöld fyrir konur. Hrikalega skemmtilegt kvöld með fallegum konum á öllum aldri sem koma saman og skemmta sér. Veislustjóri að þessu sinni er hinn eini sanni Heiðar snyrtir og einnig mun Geir Ólafs koma og trylla Vestfirskar meyjar eins og honum einum er lagið. 
Þemað í ár er Íslensk hönnun, kjólar og skart.

Ég bý ekki svo vel að eiga neitt slíkt enda hef ég yfirleitt haft meiri áhuga á að skreyta heimilið en mig sjálfa og eyði frekar meira í það en í sjálfa mig :) En ég tók mig þá bara til og hannaði kjól á sjálfa mig þar sem ég á hvort eð er á engan kjól til að fara í þar sem ég er 33 vikur gengin og flest allt farið að þrengja verulega að.


Ég byrjaði á því að skoða hjá bestasta vini mínum Google nokkrar hugmyndir af auðveldum óléttukjólum/kjólum sem ég gæti saumað mér. Hér eru nokkrar hugmyndir sem gripu mig:





Ég hafði keypt mér efni í búðinni Twill þegar ég var seinast í höfuðborginni þannig að það var ekkert annað að gera en að hefjast handa. Ég fór ekki eftir neinni uppskrift heldur var þetta meira svona samsuða úr mörgu. Ég ætla ekki að sýna gripinn núna samt sem áður heldur posta ég mynd á laugardaginn þegar ég er búin að dressa mig alla upp. Vona að allar séu sáttar við það.

Síðan var hugmynd hjá "saumaklúbbnum" sem ég er í að útbúa eitthvað skart saman. Ákveðið var að útbúa höfuðskraut. Ég fór þá aftur til Google vinar míns og rakst þar á þessa hugmynd sem er mjög einföld og ótrúlega flott. Þannig að við verðum allar algjörar skvísur í hönnun eftir okkur sjálfar :9

Ekki slæmt það !! 
Maður reddar sér í sveitinni ;)


Hér getiði séð leiðbeiningar um hvernig á að útbúa sér svona sætt skraut í hárið.


Jæja ég vona að þið eigið súper helgi framundan og ég hlakka til að sýna ykkur dressið mitt.



Knús

Birna

Best Blogger Tips

Engin ummæli:

Skrifa ummæli