þriðjudagur, 23. október 2012

Barnaherbergi nr. 3...

.... er í fullri vinnslu. Ég var búin að mála herbergið í þessum ljósfjólubláa lit eins og var í hinum barnaherbergjunum sem eins og ég hef sagt áður kom allt öðruvísi út heldur en ég vildi. Þannig að ég var að hugsa hvað ég gæti gert til að laga það aðeins og verða sáttari við herbergið.

Byrjum á að kíkja á upprunalega herbergið þegar við keyptum:


Þannig að fyrsta verkið var að mála það í öðrum lit.


Síðan málaði ég þessa veggmynd fyrir Frosta sem átti að fá þetta herbergi þegar við fluttum inn.


Síðan var Frosti færður í annað herbergi þar sem nýr einstaklingur er að koma í heiminn
í næsta mánuði og fær hann/hún þetta herbergi. 

Ég vildi gera einhverjar breytingar á því og byrjaði á því að mála rendur á 2 veggi til að létta aðeins á herberginu. Setti síðan upp ný myrkratjöld og ljósar gardínur.


Rúmið er úr IKEA og himnasængina keypti ég af Bland.is


Þarna er stóllinn kominn sem ég saumaði utan um, sjá nánar hér


Lambaspiladósina fékk ég hjá LV sölusíðan en þar er frir sendingarkostnaður þegar þú verslar.


Lampinn sem ég var með í sjónvarpsherberginu fékk nýtt heimili en ég vildi fá einhverja milda lýsingu þarna inn þar sem ég kem til með að gefa brjóst þarna á nóttunni. Lampafótinn fékk ég í Góða Hirðinum og skerminn keypti ég síðan í IKEA. Skemillinn er einnig úr IKEA.


Jæja hvernig lýst ykkur á so far?

Knús
BirnaBest Blogger Tips

2 ummæli:

  1. Vá ekkert smá flott!!!!!! :)

    SvaraEyða
  2. Ótrúlega flott! Stóllinn og tréð nýtur sín vel. Finnst skemmtilegt að hafa röndóttu veggina og elska spiladósina.

    Kv.Hjördís

    SvaraEyða