.... okkar. Ég tók mig til í gær og gerði jólahreingerninguna á kúrusófanum okkar þar sem ég fer að fara til Höfuðborgarinnar að koma barninu í heiminn. Verður gott að koma heim í hreint heimilið í stað þess að byrja að þrífa þá. Er þetta ekki gott plan hjá mér ?
Ég ryksugaði sófann, færði til og tók ALLA púðana... sem eru margir.... og já ég er komin 38 vikur :) ég læt sko ekkert stoppa mig. Sófanum fylgir nefnilega svakalegt magn af púðum og auk þess er ég með 4 stóra púða..... s.s. lexían hér, það er ALDREI of mikið af púðum. Tveir af þessum púðum var ég alltaf á leiðinni að sauma nýtt utanum en það var eitt af þeim verkefnum sem sátu alltaf á hakanum. Ég að sjálfsögðu henti mér í þetta verkefni og VOILA.....
Ég verð að afsaka gæðin á myndunum en myndavélin er eitthvað að stríða mér þessa dagana. Mér finnst myndirnar allar koma svo óskýrar út allt í einu, ég bara skil það ekki. En allavega þá eru þessir skrautlegu púðar núna mjög vinsælir meðal strákanna og þykja mjög flottir.
Knús Birna

Koma vel út og jeremías hvað þú ert öflug! Farðu nú vel með þig :-)
SvaraEyðatakk fyrir það og já ég passa að hvíla mig inná milli :)
SvaraEyða