miðvikudagur, 14. nóvember 2012

39 vikur...

.... í dag og ég búin að vera í höfuðborginni síðan á fimmtudaginn seinasta sem skýrir bloggleysið á mér. Nú er ég bara komin til að "bíða" eftir litla gullinu mínu. Er þó eitthvað að stússast þó það sé ekki á heimilinu. Er með hringtrefil á prjónunum og svo eitthvað föndur til þess að stytta mér stundir í biðinni sem ég vona að verði ekki mjög löng en ég er þó ekki orðin óþolinmóð.

Hlakka mikið til að sýna ykkur nýjasta fjölskyldumeðliminn.

Þangað til...... risaknús til ykkar allra.

kveðja Birna
Best Blogger Tips

1 ummæli:

  1. Gangi þér vel á lokasprettinum og hlakka til að sjá myndir af nýja gullinu :)
    kv.
    Halla Dröfn

    SvaraEyða