sunnudagur, 2. september 2012

Stóll fær nýtt áklæði.....

..... en það tók langan tíma að ákveða hvað gert yrði við þessa stóla. En sagan er þannig að árið 2004 fékk ég þessa 2 stóla gefins á barnalandi. Áklæðið var mjög slitið og illa farið, ég ætlaði mér alltaf að klæða þá uppá nýtt en einhvern veginn komst það aldrei á verkefnalistann.

Síðan hef ég notað þá í stofunni, við sjónvarpið og inní barnaherbergi en það er alveg ótrúlega gott að sitja í þeim. Ég var svo búin að ákveða að setja enn svona stól inní herbergið hjá Frosta og ég málaði veggmynd í herbergið hjá honum sem lítur svona út:



Síðan saumaði ég gardínur þar sem þessi bláa ugla er í aðalhlutverki.


Síðan fannst mér þetta dálítið yfirþyrmandi þannig að ég set þær ekki aftur upp en datt þá í hug hvort það væri ekki flott að setja þetta efni utan um einn stólinn. Í dag dreif ég mig svo í verkið og það tók mig um 3 klukkutíma allt í allt. Ég bara sneið efnið eftir saumunum á áklæðinu sem er á stólnum og einhvern veginn gekk þetta upp. Ég er svosum engin saumakona og þetta er langt frá því að vera einhver fullkominn saumaskapur en ég er samt nokkuð sátt. 



Nú er bara að máta stólinn í herbergið hjá litla manninum. Ég er líka aðeins að breyta meira þar, þannig að ég kem með myndaseríu frá því fljótlega. En hvað finnst ykkur um þetta?

Kveðja Birna

Best Blogger Tips

2 ummæli: