fimmtudagur, 6. september 2012

Smá endurröðun....

... og fínerí í eldhúsinu í dag. Langaði svo aðeins að breyta til og líka ennþá að laga þetta allt saman að mínu höfði. Famílían var að koma úr bæjarferð þar sem yngsti fjölskyldumeðlimurinn var að fá rör í eyrun sín. Hann stóð sig að sjálfsögðu eins og hetja. Þau eru svo dugleg þessi krili.

Í þessari ferð þá fór ég í Blómaval, lenti þar á þessari fínu útsölu og keypti mér nokkur blóm. Ég keypti mér Erikur en þær eru alltaf svo ótrúlega fallegar. Síðan er mér lengi búið að langa í Orkideu og fjárfesti í henni á 20 % afslætti en í bónus fékk ég svo Frúarlauf á hvorki meira né minna en 70% afslætti
...ég bara stóðst ekki mátið :)


Alltaf jafn fallegar ErikurnarFrúarlaufið sem mun síðar blómstra hvítum blómum.


Fallega fallega Orkidean mín fékk stað á eyjunni í eldhúsinu. Þegar ég var að koma þessum elskum í potta þá fór mig að klæja í fingurna að breyta aðeins til í eldhúsinu og það fyrsta var að breyta í hvíta 2ja hæða disknum mínum. Áður hýsti þessi bakki ýmislegt fyrir morgunmatinn eins og sykur, púðursykur, rúsínur og hnetur. En núna er það te og kerti sem iljar manni þegar það er farið að kólna.  


Bætti svo við stórum hvítum kertastjaka sem ég gerði upp fyrir einhverju síðan. Í sevíettustandinn passaði þessi fíni 4ra hólfa glerbakki sem ég fékk í Góða Hirðinum og hann hýsir hnetur til að maula á yfir daginn auk fallegra skraut jarðaberja.Flotti barinn minn sem ég keypti í Tékk Kristal á sínum tíma fékk líka smá makeover en hann hýsti Herbalife safnið mitt. Var í raun aldrei búin að ákveða hvernig hann ætti að vera. Þannig að morgunverðar hlutirnir fóru hingað yfir og ég á eftir að kaupa mér 2 fínar 2L glerkrúsir til að setja morgunkornið í.Annars er ég mikið að pæla í því hvort ég eigi kannski að spreyja þennan hvítan? Hvað finnst ykkur?


Best Blogger Tips

3 ummæli:

 1. Ég held að hann gæti orðið mjög flottur hvítur.
  kv. Gerður

  SvaraEyða
  Svör
  1. já ég held það nefnilega, á örugglega eftir að breytast mikið við það :)

   Eyða
 2. Kemur örugglega vel út hvítur :)
  kv.

  SvaraEyða