... í okkar málum loksins. Gluggarnir verða komnir í okkar vörslu í dag og þá hefst vinnan við að mála þá og glerja. Því verki verður lokið eftir páska og þá verður hægt að klára húsið hjá okkur. Verktakarnir komu og héldu áfram með sitt verk í seinustu viku og nú er bara að bíða eftir gluggunum. Þeir náðu að gera heilan helling og hér er útkoman:
Sturtuklefinn kominn á sinn stað
Allt annað að hafa klósettið upphengt og svona beint heldur en á ská út úr horninu
Búið að setja upp vegginn í sjónvarpsholinu
Það er að koma mynd á arininn
Verður miklu opnara og skemmtilegra
Verið að loka þessu leiðinlega gati sem myndaðist þarna við stigaloftið
Inngangurinn
Búið að slétta alla veggi, loft og gólf.
Hvernig líst ykkur á??
Vá! enginn smá munur! og jiii hvað arininn er kósý!!
SvaraEyðaArininn er ÆÐI, og þetta bara allt saman :)
SvaraEyðajá þetta kemur svakalega vel út, get ekki beðið eftir því að raða upp á arinhilluna :) og bara raða í alla skápa.... maður er svo bilaður hehe
Eyða