miðvikudagur, 25. apríl 2012

Þetta er alveg ótrúlegt...

.... hvað lánið leikur alltaf við okkur. Eins og ég tók fram í seinasta pósti þá var á áætlun að fá gluggana glerjaða strax eftir páska. En neinei hvað haldiði... pöntunin á glerinu fór ekki í gegn hjá fyrirtækinu þannig að eftir páska þá uppgötvaðist það. Þetta er náttúrulega löngu hætt að vera fyndið !!! Þannig að þá varð að panta það aftur og það kom loksins í dag. Vonandi klárast þá gluggarnir í þessari viku..... ég allavega krossa fingur og reyni að halda í jákvæðnina.

Af borðstofusettinu er það að frétta að ég er búin að pússa alla stólana og grunna. Næst á dagskrá er þá að hefjast handa við að mála þá og auðvitað byrja á að pússa borðið.


Best Blogger Tips

2 ummæli:

  1. Sófinn er æði, hlakka til að sjá hann tilbúinn!

    SvaraEyða
  2. Sæl Birna
    Takk fyrir að taka þátt í linkpartýinu, frábært barnaherbergið hjá þér og takk fyrir að deila því með okkur. Það er ótrúlega spennanndi og gaman að fylgjast með húsinu þína, hlakka til að sjá hvað þú gerir við borðstofusettið og sófinn lofar góðu, algjör dýrgripur.
    kv Stína

    SvaraEyða