.... á síðunni, það var kominn tími á það. Hvernig lýst ykkur á?
Í októbermánuði hefur verið lítill tími í dundur á þessu heimili þar sem yngsti strákurinn minn er búinn að vera meira og minna veikur allan mánuðinn. Aldrei náð flensunni almennilega úr sér en er nú kominn á sýklalyf sem ég vona að nái að hjálpa honum.
Ég hef þó verið í einhverjum smá verkefnum, svona til að stytta mér stundir inn á milli. Til dæmis breytti ég aftur bakkanum sem ég gerði fyrir nokkru síðan, hann leit svona út:
Þið getið séð nánar um gömlu færsluna hér. Þetta var mjög flott með kortinu, en þó byrjaði að koma svona blettir inn undir kortið og það leit ekki vel út þannig að ég neyddist til að taka kortið af. Síðan bara gleymdist hann inn á skrifstofu sem er búin að vera "under construction" allt árið. Skrifstofan er ekki enn tilbúin, en það fer þó að styttast í það.
Anyhoo, síðan vantaði mig bakka þegar ég var að breyta aðeins uppröðun í eldhúsinu og þá fann ég rúllu sem ég hafði keypt í Tiger sem var plasthúðuð og með lími á bakinu. Þannig að ég ákvað að prófa að skella því á og það kom bara mjög vel út.
Síðan sjáið þið væntanlega líka glitta í nýjan vegglímmiða en áður var ég með þennan sem þið sjáið hér
Ég er alltaf voða veik fyrir babúskum en málið er að mig langar að fara að taka rauða litinn út úr eldhúsinu og skipta yfir í pastel liti. Meiri svona rómó stemmningu þó ég sé mjög hrifin af þessum rauða en hitt kallar meira á mig núna. I know, nýlega búin að mála borðstofustólana rauða en ég meina það má alveg fá sér nýja... er þaggi?
Annars lítur stofan okkar svona út núna, mér finnst hún svo kósí.
Við keyptum okkur nýjan sófa í RL þar sem hinn sem við vorum með var bara allt of stór í þetta rými. Kommóðan sem þið sjáið við hlið sófans er einmitt verkefni sem ég er að vinna í núna. Ég er búin að mála hana en vantar á hana nýjar höldur. Vona að ég geti klárað hana í næstu viku.
Mig langar síðan til þess að biðja ykkur um að skilja eftir ykkur spor sem kíkið á síðuna og skrifa athugasemdir við færslurnar. Það er svo gaman að sjá hverjir eru að fylgjast með.
Svo væri ég ævinlega þakklát ef þið myndum deila síðunni minni áfram.
Mig langar síðan til þess að biðja ykkur um að skilja eftir ykkur spor sem kíkið á síðuna og skrifa athugasemdir við færslurnar. Það er svo gaman að sjá hverjir eru að fylgjast með.
Svo væri ég ævinlega þakklát ef þið myndum deila síðunni minni áfram.
Með fyrirfram þökk...
Knús
Birna
Flottir limmidarnir og bakkinn kemur vel ut med nyja lookinu
SvaraEyðatakk fyrir innlitið
SvaraEyðaLes reglulega síðuna, gaman að skoða þessa DIY pósta þó ég sé svakalegur klaufi og legg ekki í þá sjálf!!
SvaraEyðasvo fínt hjá þér Birna :) fylgist alltaf með þér :)
SvaraEyðakveðja að austan,
Halla Dröfn
takk Hafdís og Halla :)
SvaraEyða