.... skellti mér í eitt svona ör verkefni í gær. Ég fékk umræddan bakka í Góða Hirðinum (of course) og borgaði heilar 200 kr fyrir hann. Ég gleymdi að sjálfsögðu að taka mynd af honum áður en ég byrjaði að mála.... en hann var dökkviðarlitaður og með svona hvít og rauð köflóttu mynstri.
Ég byrjaði strax á að rífa það af og spreyjaði svo gripinn með hvítu spreyi. Síðan var ég ekki komin lengra og hann er búinn að bíða mjög þolinmóður í kjallaranum eftir mér ;)
Síðan rakst ég á hann í gær og greip spreybrúsann í flýti til að lappa betur uppá hann.
Þá leit hann svona út:
Síðan var spurningin hvað ætti að koma inní hann. Ég fór því í leiðangur uppí saumaherbergi og rótaði þar í skápunum eftir einhverri hugmynd. Ég hef verið að sanka ýmsu að mér þegar ég hef farið í höfuðborgina og keypt í Tiger, Söstrene eða eitthvað álíka.
Viti menn !!! Ég fann þetta plastaða kort af Evrópu sem ég hafði keypt í Tiger á 300 kall og ég sneið það til og límdi inní. Síðan notaði ég akrýlsparsl til þess að loka hliðunum.
Eruði tilbúin að sjá ?????
Frosti er allavega þokkalegar kátur með þetta....
.... og svei mér þá ef ég er það ekki bara líka ;)
flottur :-)
SvaraEyða