miðvikudagur, 26. september 2012

Barnaherbergi nr 2....

....... in the making. Ég ætla nú að byrja á því að afsaka bloggleysið en ég er búin að liggja í flensu síðan á laugardag en ég er samt ekki búin að sitja aðgerðalaus :) Herbergiseigandinn er Frosti Þór.

Frosti fær gamla herbergið hans Ólivers stóra bró. Frosti er algjör bíla og sveitakall þannig að það var auðvelt að hugsa hvaða þema ætti að vera í nýja herberginu hans.

Þá er komið að því að rifja upp hvernig herbergið leit út upphaflega:

Að þessu sinni var það appelsínugulur en eins og ég hef sagt áður þá var mikil litagleði í þessu húsi þegar við keyptum. Ég málaði það í frost-litnum frá Flugger:

Jiii hvað Frosti er lítill þarna :)

Svona leit herbergið út um jólin í fyrra

Það var aldrei fullklárað fyrir Óliver greyið. Fyrst var lítill tími og svo var bara þannig komið að ákveðið var að færa drengina um herbergi, þannig að það tók því ekki að gera mikið.

Herbergið er ekki alveg fullklárað, á eftir að finna eitthvað meira á veggina en byrjunin lofar góðu, 
allavega er drengurinn hæstánægður:

Gangið í bæinn....

Ég keypti límmiða hjá Húsgagnaheimilinu og pældi lengi í því hvernig ég ætti að nota þá. Vildi allavega ekki bara setja þá hér og þar á vegginn. Vildi gera meira úr þessu þannig að ég ákvað að halda litnum á herberginu en notaði svo Havana lit frá Flugger sem ég átti til og málaði "moldarveg" á vegginn.

Síðan voru bílarnir látnir keyra um í moldinni um allt herbergið. 

Bílateppið passar vel inní bílaherbergið en Óliver átti það áður, það fékkst í IKEA að sjálfsögðu. Keypti síðan líka Expedit hillu í IKEA og Lekman kassa fyrir allt dótið hans. Ég alveg elska þessar hirslur, það kemst alveg ótrúlegt magn í þær. Stólinn fékk ég í Góða hirðinum á sínum tíma en hann er.... guess from where, IKEA !! big surprise !! Poang barnastóll. Mig langar að skipta um áklæði á honum eða jafnvel lita áklæðið, en það verður að bíða betri tíma.

 Mikið að gera hjá þessum vinnuvélaköllum

Bókahillur úr IKEA, veit ekki hvort þessar fáist ennþá en hér eru nokkrar tegundir.

Kommóðan er úr IKEA og heitir Malm. Mjög rúmgóð og þægilegar skúffur í henni. Á eftir að finna til lampa og setja upp ramma og fleira á vegginn. Þetta er allt í mótun.

Hér koma svo nokkrar myndir af límmiðunum en ég málaði svo smá auka "props" til að gera þetta skemmtilegra.

Það fylgdu nokkur skilti en ég málaði súlurnar til að gera þetta raunverulegra. Svo málaði ég smá drulluhauga sem keilurnar standa á.

 Þessi spólar bara í drullunni :)

 Þessi er að sturta niður moldarhaug.

 Mikið að gera hjá gröfuköllunum



 Svefnrýmið er inní þessu kósí skoti og það þykir mjög spennandi að lúlla þar.

Kvöldbænirnar fékk Frosti í skírnargjöf og fæst í Kirkjuhúsinu á Laugarveginum. Z-eturnar keypti ég í Söstrene Grene og þeir voru ómeðhöndlaðir. Þar fékk ég líka arkir af pappír sem ég klippti til og límdi á.

Stafirnir hans Frosta sem ég málaði fyrir skírnarveisluna hans.


Þannig að já þetta er allavega komið vel á veg, aðeins eftir að fínisera en ég er þokkalega sátt.

 Hvernig líst ykkur á so far ???


Ég kveð ykkur svo hérna með einni mynd af fallegu drengjunum mínum :)

Knús Birna


Best Blogger Tips

7 ummæli:

  1. Va geggjad hja ter! tad gerir otrulega mikid ad mala moldina,minn gaur vaeri sko til i svona herbergi. List otrulega vel a tad hja ter.

    Kv.hjordis

    SvaraEyða
  2. Rosalega flott, þarf greinilega að fá tips hjá þér áður en ég skelli málingunni á herbergið hans Ólafs Inga:)

    SvaraEyða
    Svör
    1. já Gerður það er nú minnsta málið, ég þarf að fara að kíkja í heimsókn til þín og skoða húsið líka :)

      Eyða
  3. Flott herbergi og moldarhugmyndin er frábær og kemur svona ljómandi skemmtilega út, þú hefur greinilega ekki setið auðum höndum
    kveðja Adda

    SvaraEyða
  4. vá, þessi moldarmáling gerir herbergið, tær snilld (sem er skemmtilegt öfugmæli þegar drullu er hrósað, hehe!)

    SvaraEyða
  5. Vá hvða þetta er flott hjá þér. Með flottari strákaherbergjum sem ég hef séð.
    Er ekki við hæfi að segja að þetta sé "drulluflott" ;) nei segji svona.

    en alveg ótrúlega flott og frumlegt.
    kv Stína

    SvaraEyða
  6. Ekkert smá flott breyting hjá þér og þessir trukkar og moldarhólar eru bara geðveikir....geðveik hugmynd :-)

    Flott og skemmtilegt blogg !

    kv
    Kristín Vald

    SvaraEyða