.... hjá yours truly og svo var líka haldið uppá 5 ára afmæli Ólivers Loga en hann á afmæli 11. júli. Fyrir 2 dögum var eldhúsið galtómt, allt eldhúsdótið í kössum (og við erum að tala um þvílíkt magn af kössum) og heimasætan ekkert búin að baka. En það vill til að ég er þokkalega skipulögð þannig að ég réðst í verkið á fimmtudagseftirmiðdegi. Bakaði kökur á meðan ég raðaði í skápa. Svo fékk ég þennan sæta aðstoðarkokk í morgun sem bjargaði mér alveg.
Síðan þurfti auðvitað að þrífa og svona aðeins flikka uppá stofuna. Ég gaf sjálfri mér fallegan ramma frá henni Dossu í Skreytum hús og hlakkaði svo til að setja hana á arinhilluna mína. Arininn er ekki alveg klár, á eftir að mála hann að innan og arinhillan var ólökkuð.... þannig að ég gerði það bara í snöggheitum og það kom svo svakalega vel út. Uppröðunin er ekkert klár en þetta er svona það sem ég hafði við hendina og skellti þarna upp fyrir veisluna.
Ég er alveg að elska þennan ramma, að sjálfsögðu eru ekki komnar í hann myndir frá mér ;) hehe þannig á meðan fá þessar að njóta sín. Bókina fékk ég í Húsasmiðjunni, glerkúpulinn keypti ég af konu á barnalandi og kertastjakann í Tiger. Spegilinn gerði ég upp, sjá hér og vasana man ég ekki alveg hvar ég fékk.
Þema afmælisveislu Ólivers að þessu sinni var hauskúpur en svo var líka búningaafmæli þar sem afmælisgestir mættu í búningum. Veislan var haldin í bílskúrnum hjá okkur sökum rigningar og það fór bara vel um þau þar. Það var svaka fjör og mikil ánægja hjá afmælisbarninu og afmælisgestum.
Inni í húsi fengu fullorðnir að sitja og veisluborðið var ekki af verri endanum.
Mikil spenna yfir pökkunum.
Svo var auðvitað að prófa allar gjafirnar.
Kominn í sparifötin og farinn í afmælisveislu nr 2 hjá bekkjarsystur sinni Hörpu. Tók smá syrpu af afmælisstráknum mínum. Hann er orðinn svo stór og fullorðinn allt í einu.
Algjör töffari
Meðgangan er hálfnuð en ég var komin 20 vikur í gær og bumban hefur tekið mikinn kipp seinustu viku.
Dagurinn er bara búinn að vera rosalega góður og ég hlakka til að sýna ykkur betri myndir af eldhúsinu þegar ég er búin að taka til í eldhúsinu eftir veisluna ;) Ég lofa að það verður fljótlega.
Knús Birna afmælisstelpa
Vááá ekkert smá flott núja eldhúsið ykkar, og gúmmelaðiskræsingarnar SLEF!!!! Til lukku með daginn aftur;)
SvaraEyðaBkv Steinunn S
takk Steinunn mín
EyðaLíst vel á eldhúsið- hlakka til að sjá fleiri myndir við tækifæri. p.s. strákarnir okkar eiga sama afmælisdag :-)
SvaraEyðatakk fyrir það og ég lofa að setja þær inn fljótlega. en fyndið að þeir eigi sama afmælisdag, kannski jafngamlir líka?
Eyðaæi en gaman að sjá að glerkúpullinn minn fór á fallegt heimili :-) en fyndið að rekast á hann hérna á blogg rúntinum mínum !
SvaraEyðaTil hamingju með fallega húsið þitt !
kær kveðja Erla
já það er nú ótrúlega fyndið að þú hafir rekist inná bloggið hjá mér..... hann er æði þessi glerkúpull, bara takk aftur fyrir mig :) og takk fyrir innlitið.
Eyða