fimmtudagur, 6. október 2011

3 skref .......

..... til fullkomnunar !! ja eða svo gott sem, ég er allavega orðin mjög sátt við spegilinn núna.


Mér fannst alltaf eitthvað vanta áður en ég gerði seinasta skrefið. En ég byrjaði á því að grunna spegilinn, síðan málaði ég 2 umferðir með hvítri málningu. Þá sandaði ég létt yfir hann til að gera hann "distressed" og að lokum þynnti ég brúna málningu með vatni og málaði með pensli yfir hann. Strauk svo yfir með svampi og síðan blautri tusku til að ná sem mestu af sléttu flötunum. Núna hefur hann þetta "aged look".

Þá er bara að skella sér í næsta ókláraða verkefni en það er rosalega falleg kommóða sem ég keypti í Góða hirðinum á 800 kr.- Mér finnst svo flott lagið á henni en platan er frekar illa farin. Ég er búin að grunna og planið er að blúnduspreyja hluta. Spennandiiiiiii .......

Stay tuned !!!

Best Blogger Tips

Engin ummæli:

Skrifa ummæli