Búin að pússa helminginn af borðinu, sést hvað það var orðið illa farið og upplitað
Þessi stjórnaði með harðri hendi yfir hádegismatnum ;)
Þarna er ég búin að grunna fæturna 3 sinnum með hvítum grunni og eina umferð af lakkmálningu
Kemur ótrúlega vel út
Svo tók ég mig líka til og bæsaði nýju arinhilluna mína. Ég lét saga fyrir mig plötu í Húsasmiðjunni og síðan var ég með smá afgangs hvíta málningu sem ég þynnti út með vatni. Málaði síðan yfir flötinn og þurrkaði yfir með tusku. Ég er bara nokkuð sátt og hlakka til að sjá lokaútkomuna, en þið?
Ég set inn betri myndir við tækifæri, þetta sést kannski ekki nógu vel en þetta kemur allavega betur út núna.
Nú koma verktakarnir í dag og ég er búin að sjá hurð af eldhúsinnréttingunni og hún er ÆÐI !!! Kemur betur út en ég þorði að vona. jiiiiii hvað ég er spennt !!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli