sunnudagur, 18. september 2011

Smáhlutir spreyjaðir

Ég safnaði saman nokkurm hlutum sem ég var orðin leið á og ætlaði að fara að losa mig við en með smá spreyj-eríi þá hafa þeir fengið endurnýjun lífdaga sinna. Hlakka svo til þegar ég fer að innrétta nýja húsið mitt með öllum þessum hlutum sem ég hef verið að flikka uppá.

Byrja á þessum búdda kertastjaka sem ég fékk í jólagjöf einu sinni en ég er voðalega hrifin öllum svona búddahlutum og kínadóteríi, ég hlýt bara að hafa verið asísk í fyrra lífi ;)


Mig langaði að prófa að breyta um lit á þeim og prófaði að spreyja þá hvíta. Ég er bara mjög svo sátt við þá núna.


Næst eru þessir englakertastjakar sem ég fann ofan í kassa hjá kærastanum, en hann vann þá víst einhvern tímann á Bingói en hafa aldrei verið notaðir.


Það voru fleiri týpur líka sem ég er ekki búin að spreyja en mér finnst þeir allavega fallegri núna og held ég muni frekar nota þá svona. Svo er aldrei að vita nema ég breyti um liti seinna meir þegar þeir eru komnir á sinn stað ;)


Blessuðu tréstytturnar mínar voru nú orðnar mjööööög þreyttar og upplitaðar.


En mér finnst þessar samt svo flottar alltaf svo ég prófaði að spreyja þá og pússa aðeins yfir þá til að gera þá svona shabby chic.


Síðast en ekki síst þá er það þessi hái kertastjaki sem mamma var með til sölu í versluninni sinni en seldist aldrei. Það var eitthvað við hann sem bara heillaði ekki, kannski var það liturinn.


Mér fannst hann samt alltaf flottur en það er nú líka ekkert að marka mig, ég er forfallinn kertastjaka aðdáandi hehe. Ég spreyjaði hann og svo keypti ég kertahring í versluninni Þristurinn á Ísafirði sem er æðisleg búð með alveg ótrúlega skemmtilegu úrvali fyrir heimilið. Ég var ekki viss hvort hann myndi passa á en ég tók áhættuna og hann er í alvörunni eins og sniðinn á hann. Mér finnst kertastjakinn alveg æði núna.




Ég læt þetta duga að sinni Best Blogger Tips

Engin ummæli:

Skrifa ummæli