.... en svo er mál með vexti að ég er nýbyrjuð að vinna eftir fæðingarorlof. Ég er að kenna í Grunnskóla og nú fer mestur tíminn í að tvinna saman vinnu og að vera ein að sjá um 2 börn þar sem maðurinn minn er yfirleitt í burtu við vinnu. En það er nú að komast rútína á okkur og þá hefur maður kannski meiri tíma ;)
Mig langaði allavega að sýna ykkur eitt verkefni sem ég er að vinna í. Ég keypti þennan hlut í Góða Hirðinum seinast þegar ég var í höfuðborginni:
Ég hafði hugsað mér að gera þetta að svona háum kökudiski (ég er alveg veik í fallega kökudiska ;) og setja glerdisk ofaná sem ég myndi spreyja einhverjum fallegum lit. En ég átti nú samt engan glerdisk til þess að setja á þannig að ég prófaði nokkrar hugmyndir, fékk glerdisk lánaðan hjá mömmu til að máta og er ennþá að melta þetta. Hvað finnst ykkur?
Mér fannst þessi með bambusdisknum koma svolítið flott út, ég er ekki búin að festa hann á en hann passar alveg akkurat ofan á, þannig að það er kannski meant to be????
Hæhæ :) rosaflott að sjá silfurdiskin líka það er líka svolítið minn stíll híhí ;) mjög flott og sniðug hugmynd kemur mjög vel út með öllum diskunum :D
SvaraEyðaMér finnst glerdiskurinn koma rosa flott út:) kv Guðrún
SvaraEyðaSammála þér með bambusfatið, finnst það koma mjög vel út. Líma það á fótinn og spreyja allt hvítt og "veðra" það svo pínu eins og þú gerðir við tréstytturnar þínar. Væri svo flott að setja haustskreytingu á fatið, köngla og þess háttar.
SvaraEyðaAnnars er þetta mjög skemmtileg síða hjá þér :-)