.... er liðin og ég hef verið nokkuð dugleg að halda mig við markmiðin. Set þetta hér niður á blað til þess að geta gert enn betur. Batnandi mönnum er best að lifa ekki satt?
Styrking fyrir líkamann
- Vakna kl 7 á virkum dögum og taka 24fit æfingu áður en ég kem gemlingunum mínum á fætur - Hef vaknað alla daga kl 7 en ekki náð að gera æfingu nema einu sinni því oftast voru allir vaknaðir með mér. Spurning um að endurskoða þetta markmið og breyta aðeins.
- Mæta í ræktina þrisvar í viku - ég mætti einu sinni í vikunni, búin að vera veik en stefni að þremur skiptum þessa vikuna.
- Sofna kl 23 á kvöldin - alla daga nema föstudags og laugardagskvöld
- Vera dugleg að fara út að labba eða hjóla með Nóa meðan hinir tveir eru í skóla/leikskóla - er búin að vera mjög dugleg að fara út að labba með Nóa. Það má ég eiga :)
Næring fyrir líkamann
- Sleppa hvítu hveiti og hvítum sykri - Markmiði náð en þó gleymdi ég mér eitt skipti þegar ég setti sykur út á cheerios. Yfirleitt er ég ekki að borða cheerios.
- Ekkert áfengi nema (kannski) á árshátíð 12. október - markmiði náð enda lítil drykkja öllu jöfnu á okkar heimili.
- Ekkert sælgæti eða sætabrauð, dökkt súkkulaði leyft og aðrar hollustu uppskriftir - markmiði náð en verð að segja að ég var skuggalega nálægt því á laugardagskvöld þegar ég var í heimsókn og þar var nammi á boðstólunum. ÚFFF.....
- Einungis drekka vatn (amk 2L á dag), sódavatn og grænt te - markmiði náð
Annað
- Minnka facebook notkun niður í tvær klst á dag - markmiði náð
- Leika meira við strákana mína og gera skemmtileg verkefni saman - þarf að vinna betur í verkefnunum en reynt að leika meira við þá
- Taka aftur upp prjónana - ekki byrjuð en farin að skoða hvað ég ætti að prjóna
- Búa til viðskiptaáætlun fyrir gæluverkefnið mitt - undirbúningsvinna hafin
Ég hef ákveðið að breyta fyrsta markmiðinu á þennan hátt:
Styrking fyrir líkamann
- Vakna kl 7 á virkum dögum og gera 50/50/50/50 (hnébeygjur, magaæfingar, bakæfingar, armbeygjur) æfingu áður en ég fer á kreik.
Ég held að þetta markmið henti mér betur eins og er.
Prófum þetta.
Hvernig gengur hjá ykkur?
Knús Birna
Engin ummæli:
Skrifa ummæli