þriðjudagur, 4. desember 2012

Lítill drengur var fæddur...

.... þann 25. nóvember síðastliðinn. Hann var 3900 gr og 54 cm. Hann lét aðeins hafa fyrir sér og ætlaði alls ekki út úr bumbunni þó svo að ég væri komin af stað, vildi bara vera uppi í rifbeinunum og harðneitaði að koma út en það hafðist að lokum og mamman er alsæl með nýjasta afrekið sitt.


Nú er bara verið að dunda sér við að jólaskreyta og gera kósí fyrir jólin.

Kem vonandi með einhverja pósta en ekki búast þó við miklu þar sem ég er svo upptekin af því að dást af öllum drengjunum mínum :) ég er svo sannarlega rík.


Jólaknús
Birna
Best Blogger Tips

7 ummæli:

  1. Til hamingju Birna með nýjustu viðbótina :) sannarlega fallegir drengir sem þið eigið :)
    Jólakveðja að austan,
    Halla Dröfn

    SvaraEyða
  2. Innilega til hamingju með fallega ljósið ykkur! Það þarf nú lítið að skreyta þegar maður er með svona fegurð fyrir augunum :)

    Njóttu þessa tíma í botn!

    *knúsar

    SvaraEyða
  3. Innilegar hamingjuóskir, Þvílíkar Gersemar sem þið eigið þarna..
    Kveðja úr Víkinni
    Ása

    SvaraEyða
  4. innilega til hamingju með enn einn demantinn þinn, mín kæra bloggvinkona.
    þetta er ríkidæmi sem máli skiptir í lífinu.
    kv Stína

    SvaraEyða
  5. Takk fyrir hamingjuóskirnar, met þær mikils :)

    SvaraEyða
  6. Til hamingju með litla drenginn þinn, yndislegur :-)

    Rík ertu !!

    SvaraEyða
  7. Innilega til hamingju kæra Birna, mikið ertu rík, flottir strákar!

    Njóttu vel og innilega og við hinum bíðum bara rólegar eftir bloggi ;)

    Kær kveðja,

    Kikka

    SvaraEyða